Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Page 24

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Page 24
Læknadeildin. 1. Upphafspróf. Undir próf í efnafræði gengu í febrúar 3 stúdentar og um sumarið 7. 2. Fyrri hluii embœttisprófs. í lok fyrra misseris lauk 1 stúdenl því prófi, en í lok siðara misserisins 4. 3. Síðari hluti embœllisprófs. Einn stúdent lauk því í lok fyrra misserisins, en um sumarið gengu 3 stúdentar undir prófið og stóðust það allir. Skriílega prófið um veturinn fór fram dagana 1.-3. febrúar. Verkefni voru þessi: 1 bandlæknisfræði: Hvaða manneskjum er liættast við að fá lærhaul (hernia femoralis)? Hvernig lýsir hann sjer, hvernig verður hann greindur frá öðrum meinum, hvernig eru horfurnar og hver er meðferðin? I lyílæknisfræði: Við hvaða sjúkdóma finsl sykur i þvagi? L)'sið aðal-rannsóknaraðferðum til að finna sykur í þvagi og hversu mikill hann er. 1 rjettarlæknisfræði: Hvernig lýsir fosforeitrim sjer í lifanda lífi og í líkum þeirra, sem hún verður að bana? Prófinu var öllu lokið 17. febrúar. Skrifiega prófið um sumarið fór fram dagana 1. — 3. júni. Verkefni voru þessi: I handlæknisfræði: Hvernig á að þekkja og fara með helstu lærbrot? I lyfiæknisfræði: Insufficientia mitralis, orsakir, einkenni, aðgreining, horfur og aðgerðir. • I rjettarlæknisfræði: Dementia paralytica, einkenni sjúk- dómsins i lifanda lífi, menjár iians i líkum og aðgreining frá öðrum sjúkdómum. Hvað getur oltið á þessum sjúkdómi i rjettarfari og glæpamálum? Munnlega prófinu luku allir kandídatarnir 21. júní.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.