Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Qupperneq 40
38
Orðið guðfræði er víðtækt. Unt væri að láta það ná yfir
allar þær hugmyndir, er mennirnir hafa gert sjer um guð, og þá
fyrst og fremst út yfir alla þá opinberun, er þeir telja sig hafa frá
honum fengið. En vjer nolum ekki orðið i þeirri merkingu. Vjer
tölum að eins um þá guðfræði, sem bundin er við kristindóminn —
um kristilega guðfræði. Hún miðar öll að því, að gera sjer sem ljósasta
grein og samanhangandi fyrir þeirri opinberun, er kristnir menn trúa,
að heiminum hafi hlotnast í Jesú Kristi. En sú opinberun á sinn
undirbúning i sögu ísraels, og fyrir því þarf hver guðfræðingur að
kynnast gamlatestamentinu, jafnframt liinu nýja. En sá kristindómur,
sem birtist oss í nýja testamentinu, hefur tekið mörgum og margvis-
legum breytingum siðan um daga postulanna — af því að hann hefur
orðið fyrir margvíslegum áhrifum — hugmyndirnar liafa eigi að eins
breytst, heldur og á margan hátt þroskast og vaxið.
Námsgreinar eru þessar:
4) Gamlatestamentis-fræði.
2) Nýjatestamentis-fræði.
8) Samstæðileg guðfræði.
4) Kirkjusaga.
5) Kennimannleg guðfræði.
I. Ganilatestaiiientis.i ra'öin.
Til þess að fá haldgóða þekking á þeim, þyrftu stúdentarnir að
geta lesið sem mest af ritum gamla testamentisins með góðum skýr-
ingum. Best væri að geta lesið einhver af þeim á frummálinu, en til
þess útheimtist þekking á hebreskri tungu, en á liebreskunámi er eigi
kostur við háskóla vorn. En því meiri ástæða er til að leggja mikla
áherslu á annað: að afla sjer heildaryfirlits yfir trúarskoðanir ísraels-
þjóðarinnar. Pá fræðslu veitir trúarsaga Israels. Hún gefur fyrst yfir-
lit yfir trúarhugmyndir Forn-Semíta, þeirra er enn verður vart í gamla
testamentinu, og rekur síðan þróunarferil Jahve-trúarinnar með ísrael:
sýnir, hvernig spámaðurinn Móse fyrst boðar ættstofnum ísraels trúna
og sameinar þá og gerir að þjóð; hverjum breytingum trúin tekur,
er ísraelsþjóðin er setst að í Kanaanlandi, hvernig trúbrögðin, sem
fyrir eru, hafa áhrif á hana; hvernig spámennirnir síðar leysa og
hefja á hærra stig; en því næst, hvernig lögmálsstefnan kemst inn og
eykst eftir herleiðinguna, og loks, hvernig trú Gyðinga mótast fyrir
grísk áhrif síðustu aldirnar fyrir Krist. En trúarsaga ísraels verður
eigi skilin, nema menn hafi nokkura þekking á almennri sögu þeirrar
þjóðar. Trúarlífið og þjóðlífið var mjög samtvinnað með ísraels-
mönnum og stærstu breytingarnar á trúarskoðununum eru tengdar
við stórviðburðina í sögu þeirra. Stúdentar guðfræðisdeildarinnar