Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Page 47
45
Nafnið »kirkjusaga« er ekki sem heppilegast. Svið þessarar frœði-
greinar cr mun rýmra en gefið er til kynna með nafninu kirkjusaga.
Eftir öllu innilialdi sínu er kirkjusagan í raun rjeltri trúarsaga, cr
rekur fyrir oss próunarsögu krislnu trúarinnar frá uijphafi tii vorra
tíma. Fyrir pvi liefði átt hetur við áð kalla hana krislnisögu eða
sögu kristnu trúarinnar en að nefna liana eftir hinni sögulegu stofn-
un, kirkjunni, sem að visu er ein eftir trúfrœðilegu hugtaki sínu, en
greinist í reyndinni í fleiri dcildir og fjölda minni ílokka, auk pess
sem nafnið kristnisaga tekur engu síður en hitt yfir alla hina ein-
stöku liöfuðpætti pessarar fræðigreinar, sem par eru samanlvinnaðir.
Kirkjusagan fræðir oss fyrst og fremst um pað, hvernig söfnuður
Jesú Krists hjer á jörðu (kirkjan) hefur frá upphafi rækt köllunar-
starf sitt að »prjedika gleðiboðskapinn allri skepnu«, hvernig honuin
hefur ágengt orðið í pessu tilliti og livaða tálmanir hann hefur sjer-
slaklega átt við að stríða. Að pessu leyti er kirkjusagan áhrifamikil
trúboðssaga og lnin bæði lærdómsrík og örvandi fyrir pann, sein
með kristindómsprjedikun sinni og trúkenslu á að halda áfram pcssu
kristilega trúboðsstarfi innan síns ákveðna verkahrings. Kirkjusagan
sýnir oss enn fremur, hversu kristna trúin fær mjög snemma á sig
ákveðið kenningarsnið, hversu kenningin, eflir pvi sem aldir líða,
smámsaman ummyndast og fullkomnast, eftir pví sem mönnum eykst
skilningur á kristindóms-opinberuninni við nýjar athuganir og rann-
sóknir, og hvernig pessi próun kenningarinnar er oft samfara liörð-
um dcilum og baráltu. Að pessu leytiuu verður kirkjusagan með-
fram trúarlœrdómasaga eða öllu rjettara próunarsaga hinna guðfrœði-
legu visinda. Hve lærdómsrík kirkjusagan er að pessu leyti, er meira
en augljóst. Þar veitist guðfræðis-nemcndum ágætur skilningur á pví,
sem alt of oft vill dyljast mönnum, að trú og kenning, kristindómur
og guðfræði er silt livað, hver nauðsyn ber til að greina hvað frá
öðru, trúarstaðreyndirnar og liina fræðilegu útlistun ófullkominna
manna á pessum staðreyndum. Par veitist pcim pekking á pví, sem
greinir ólika kirkjuilokka nútímans, og hvað valdið hefur peirri grein-
ingu, eins og peir lika með pví móti cinu fá skilið pær andstæðu
stefnur innan kristninnar, sem á vegi peirra verða. Par vcrður peim
pað augljóst, að trúarlærdómar kirkjunnar eru ekki, eins og fjöldi
manna hyggur, kennisetningar, sem haldist liafa óbreyttar í kirkjunni
alt frá dögum poslulanna, og að hinar trúarlegu liugmyndir hafa
engan veginn allar varðveitt sína upphailegu merkingu, heldur tekið
miklum brcytingum eftir pví scm timar liðu fram, pólt hljómur orð-
anna hjeldist óbreyttur. En með pessu tvennu, sem nú hefur nefnl
verið, er engan veginn alt pað talið, sem gerir kirkjusögunámið svo
arðberandi peim, er rækir pað með kostgæfni. Svo sem saga liinnar