Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1915, Blaðsíða 48
46
kristnu trúar hefur kirkjusagan cinnig í sjer fólgna sögu liinnar
kirkjulegu guðsþjónuslu og alls pess, sem að henni lýtur, þvi að eins
og öll önnur trúarbrögð birtist kristna trúin í ylri guðsdýrkun, scm
eftir þörfum og þroskastigi kemur fram i harla ólíkum myndum
í kirkjulegri guðsþjónustu, helgiathöfnum og helgisiðum. En alt slíkt
er þeim, sem ætla að ganga út i preststöðuna, nauðsynlegt að þekkja,
þótt mest af því sje ekki annað en mannasetningar, »kirkjusiðir og
venjur af mönnum tilsettar«. Og hún setur oss einnig fyrir sjónir
þróunarferil hins krislilega safnaðarlífs, þ. e. sjerstaklegs kristilegs sið-
ferðis- og menningarlífs. Petta leiðir eðlilega af því, að hvar sem
kristnu trúnni er viðtaka veitt, kemur súrdeigseðli hennar brátt í Ijós.
Ilún licfur umskapandi áhrif á alla hugarstefnu einslaklinganna, hugs-
unarliált þeirra og breytni. Hún vekur þá og knýr til margháttaðrar
starfsemi til líknar og umbóla á högum nianna, til eílingar lieilbrigðri
siðmcnningu, til framfara í þvi, sem golt er og nytsamlegt. En þar
sem líf kirkjunnar ber lijer í heimi sífelt mörg merki mannlegs ófull-
komleika og spillingar, af því að mannleg hyggja og mannlegur vilji
cr þar meðfram ráðandi, verður kirkjusagan ekki að eins saga um
rjettar og hreinar framfarir og sannkristilegt líf, heldur og meðfram
saga um liið gagnstæða. Loks mætti nefna þau áhrif, scm kristna
trúin hefur haft á þróun lislanna, að þvi leyti sem kirkjan hefur tekið
þær i sína þjónustu (t. d. húsgerðarlistina, höggmyndalistina, pcnt-
listina, sönglistina o. s. frv.), á bókmentirnar (einkum skáldskapinn),
á heimspekina og hin vcraldlegu vísindi yfirleitt. Einnig um þelta
fræðir kirkjusagan oss.
Af öllu þessu er auðráðið, hve mentandi kirkjusögunámið cr
og nauðsynlegt þeim, sem eru að búa sig undir prestlega starfsemi í
kirkjunni. En þar sem svo umfangsmikil námsgrein á í hlut, ríður á
því, að náminu sjc frá upphafi hagað sem best. F*ar skiftir miklu, að
lá sem fyrst gott heildar-yfirlit yfir þessa þróunarsögu alla, festa sjer
i minni öll höfuðatriði hvers einstaks timabils, en forðast að drukna
í smáatriðum. Hjer á lieima »;io/í multa, sed mullum«. Agætt meðal
til þess að fá yfirlit yfir söguna er að lesa í samfellu kirkjusögu liverr-
ar höfuðþjóðar frá uppliafi til vorra tima, cins og sjerstaklega er gert
ráð fyrir, að nemcndurnir afii sjer nokkurn veginn rækilegs yfirlits
yfir kirkjusögu vorrar eigin þjóðar. Þá liefur og löngum þótt vel gef-
ast, að lesa rækilegar æfisögur einstakra merkismanna kirkjunnar,
þeirra cr að einhverju leyti hafa valdið aldahvörfum innan hennar
cða orðið til að móta einslök lengri og skcmri timabil i sögu ein-
hverrar þjóðar cða kirkjunnar i lieild sinni.