Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Blaðsíða 6

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Blaðsíða 6
4 Háttvirta samkoma. Við þessa háskólasetningu er þess að minnast, að á um- liðnu háskólaári urðu nokkrar breytingar á kennaraskipun háskólans. Einn kennari kvaddi háskólann, prófessor Lárus H. Bjarnason, er var skipaður dómari i hæstarjetti í árslok 1919, en hafði með höndum kenslu hjer við háskólann fram á umliðið háskólaár. Hann hafði verið prófessor í lagadeild háskólans síðan háskólinn var stofnaður og áður forstöðu- maður lagaskólans. Og er hann nú víkur hjeðan á brott vil jeg í háskólans nafni þakka honum fyrir starf hans hjer í þarfir háskólans, íslenskrar lögfræði og lagakenslu, og óska honum allra heilla og frama i hinni nýju stöðu lians. Tveir nýir kennarar hafa komið að háskólanum, þeir prófessor Magnús Jónsson i lagadeild og settur prófessor, dr. phil. Páll Eggert Ólason í heimspekisdeild. Pessa nýju slarfsmenn liá- skóla vors vil jeg bjóða velkomna hingað og árna þeim allra heilla og vísindaframa. Háskóli vor hefir nú starfað í 10 ár. Það er því ef til vill ástæða til þess, einmitt nú við þetta tækifæri, að minnast nokkuð á hag hans nú og að undanförnu, og á framtiðar- liorfur hans. Einnig mætti spyrja um árangurinn af staríi hans hingað til og um það, hvort vonir þær, er til hans voru settar i upphafi, hafi rætst eða brugðist. Peirri spurningu ætla jeg þó ekki að svara. Bæði er málið of skylt oss kennurum háskólans til þess að vjer tökurn oss dómsvald í því, og auk þess er starfstími háskólans enn of skammur til þess að dæmt verði með rökum um árangurinn af starfi hans. Það mál verður háskóli vor að leggja undir dóm síðari tíma manna. Og trú mín er sú, að háskólanum sje það óhætt, að dómurinn muni á sínum tíma verða á þá leið, að eftir al- vikum hafi starf háskóla vors hepnast vel, að stofnun hans liafi verið framfara- en ekki afturíararspor i menningarvið- leitni þjóðar vorrar. Hitt vildi jeg leyfa mjer að minnast á með nokkrum orðum, hag og einkum horfur háskóla vors, það hlutverk, sem honum er ætlað að vinna, hvort unt muni að leysa það af hendi og þá með hverjum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.