Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Blaðsíða 11

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Blaðsíða 11
9 vera jafngott tækifæri til að rannsaka ýms atriði náttúruvis- indanna og einmitt hjer á landi. Jeg skal aðeins nefna eitt dæmi þess. Starf elds og íss í sköpun jarðarinnar er vist óvíða betra að rannsaka en hjer. Þar sem er náttúra lands vors, bíður mikið verkefni, sem enn er eigi rannsakað nema að nokkru leyti. F*að bíður vor íslendinga sjerstaklega, því að oss er það mál skyldast og vjer eigum að standa þar betur að vigi en aðrir. Þeim fræðum er enn ekki ætlað rúm hjer við háskóla vorn, og er þar mikils ávant. Og þess er ósk- , andi, að eigi verði þess langt að bíða, að þau fái þar þann sess, er þeim hæfir. í þessum tveimur visindagreinum ættum vjer lslendingar sjerstaklega að geta lagt eitthvað sjáltstætt af mörkum. Að þeim ættum vjer þvi sjerstaklega að beina kröftum vorum. Háskóla vorum er sjerstaklega skylt að reyna að hlúa að þeim fræðum og efla þau, því að þar eru líkur á, að starf hans beri mestan árangur. Framtiðarmarkið á að vera það, að háskóli vor, nyrsti háskóli heimsins, geti orðið miðslöð norrænna fræða, þ. e. bæði fræðanna um menningu, bók- mentir og tungu norrænna þjóða og eðli og náttúru norrænna landa. Og því marki eigum vjer að geta náð, ef allir, er það mál skiftir, leggja þá rækt við háskóla vorn, sem þeim er unt og skylt. Þau 10 ár, er nú eru liðin af starfstíma háskóla vors, eru okki annað en eins konar undirbúningsstig á æfi hans. Fram- tíðarmarkið er enn fjarri og vafalaust verður því ekki náð á næstu 10 árunum. En nær því ættu þau að geta fært oss, og það til muna. Fyrirrennarar mínir í rektorsstöðunni hafa við háskóla- setningarnar venjulega beint máli sínu til yðar, kæru stúd- entar. Jeg hefi vikið frá þeirri venju. En nokkur orð vildi jeg samt mæla til yðar. Menningarviðleitni þjóðar vorrar eigið þjer síðar meir að bera uppi. Þjer takið á sinum tíma við henni af eldri kynslóðinni, þar sem hún lýkur störfum, þjer eigið að halda starfinu áfram, þangað til þjer að lok- um skilið þvi af yður í hendur annari enn yngri kynslóð. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.