Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Blaðsíða 15
13
Stjórn styrktarsjóðs Þorvalds prófessors Thorodd-
sen og konu hans. Út af fyrirspurn Jóns skrifstofustjóra
Krabbe um það, hvort háskólakennarar mundu vilja taka
þátt í stjórn sjóðs þessa, fól háskólaráðið rektor að svara
fyrirspurninni i þá átt, að kennarar háskólaus að sjálfsögðu
væru fúsir til þess að taka slíkt starf á hendur.
Voru þeir Guðmundur prófessor Magnússon og prófessor,
dr. phil. Páll Eggert Ólason í ágúst kosnir i stjórn sjóðsins.
Útgáfa almanaks. A fundi 12. nóvember 1921 kaus
háskólaráðið rektor og prófessor Magnús Jónsson til þess að
semja frumvarp að reglugerð um útgáfu almanaks sam-
kvæmt § 11 í lögum nr. 25, 1921, og afla nauðsynlegra upp-
lýsinga því viðvíkjandi. Var frumvarpið svo lagt fyrir há-
skólaráðið á fundi 15. febrúar 1922 með nokkrum breyting-
um frá stjórnarráðinu og samþykt. Hlaut það því næst stað-
festingu stjórnarráðsins, með brjefi, dagsettu 28. febrúar s. á.
(Sjá fylgiskjal II).
Á fundi 15. febrúar var samþykt að veita ÞjóðvinaQelagínu
útgáfurjett á almanakinu um næstu 5 ár, gegn 500 króna
árgjaldi, og rektor falið að gera samning við fjelagið. Enn-
fremur samþykti háskólaráðið þá ráðstötun Þjóðvinafjelags-
ins, að fela adjunkt, dr. phil. ólafi Daníelssyni og Þorkeli
Þorkelssyni, forstöðumanni löggildingarskrifstofunnar, að
semja almanak fyrir árið 1923.
Próf i heilbrigðisfræði. Samkvæmt tillögum læknadeild-
ar samþykti háskólaráðið með tilvísun til 52. gr. reglugerðar
háskólans, að leyfa stúdentunum Ara Jónssyni, Karli Jónssgni
og Hannesi Guðmundssyni að ganga undir próf í heilbrigðis-
fræði við fyrsta hluta læknaprófs um vorið 1922.
Próf i forspjallsvísindum. Stud. mag. Helgi P. Briem
sótti um leyfi til þess að mega taka próf í forspjallsvisind-
um í marsmánuði, með því að hann ætlaði af landi burt.
Meðmæli kennarans fylgdu umsókninni og var leyfið veitt.