Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Blaðsíða 14
12
Tillögur um fjármál Stjórnarráðið hafði með brjefi,
dagsettu 29. ágúst 1921, beðið um tillögur háskólaráðsins um
breytingar á fjárveilingum til háskólans í frumvarpi til fjár-
laga fyrir árið 1923, er nauðsynlegar þættu. Samþykti há-
skólaráðið að fara fram á breytingar þær, er hjer fara á
eftir:
1. 14. gr. B. I. b. 4. (nýr liður) Til kenslu í efnafræði
1000 kr.
2. 14. gr. B. I. c. Tölurnar í þessum lið hækki verulega.
Fjárveitingarnar hafa hingað til verið alls ófullnægjandi,
auk þess eykst tala stúdenta sífelt.
3. 14. gr. B. I. e. Þóknun fyrir að veita rannsóknarstofu
háskólans forstöðu 1000 kr.
4. Dýrtíðaruppbót ritara háskólans greiðist eftir reglum
launalaganna.
Lausn frá kensluskyldu. Háskólaráðið mælti með
beiðni prófessors Sigurðar Nordal um lausn frá kensluskyldu
i októbermánuði 1921. Prófessor Guðmundur Finnbogason
sótti um leyfi undan kensluskyldu framan af næsta háskóla-
ári og mælti háskólaráðið með þeirri beiðni.
Breyting á reglugerð háskólans. Eftir tillögum lækna-
deildar mælti háskólaráðið með breytingum á 49. gr. reglu-
gerðar háskólans til konungsstaðfestingar (sjá fylgiskjal I).
Skrásetning erlendra stúdenta. Samþykt var að leyfa
skrásetning stúdentanna Georg Paul Ernsl Weber og Richard
Hans Werner Haubold.
Styrkur til mötuneytis stúdenta. Samkvæmt umsókn
frá stúdentaráði háskólans, var samþykt að veita 2000 krón-
ur af fje þvi, er lagt hefir verið úr sáttmálasjóði til stúdenta-
heimilissjóðs, upp í kostnað við húsabætur fyrir mötuneyti
stúdenta gegn jafnháum styrk úr ríkissjóði.