Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Blaðsíða 53

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Blaðsíða 53
51 ar, svo og að flytja inn i landið og selja þar útlend vísindarit cða kenslubækur mcð köflum úr almanökum, enda megi þeir teljast, að dómi ráðherra, að eins óverulegur hluti ritsins eða bókarinnar. 3. gr. Háskólanum er skylt að sjá um, að íslenskt almanak sje ár hvert gefið út í nægilega mörgum eintökum og svo snemma, að almenning- ur eigi þess kost, að afla sjer þess fyrtr ár það, er i hönd fer, hjá út- sölumönnum, sem víðast um landið, í hverri sýslu eða kaupstað, fyrir hver áramót. 4. gr. í almanakið skal taka: dagatal eftir mánaðardögum og vikudögum bæíi eftir gregoriönsku timatali og íslensku, hátíðir kirkjuársins og helstu kafla þess, sumarkomu og veturnætur, helstu merkisdaga bú- skaparársins svo sem byrjun og lok vertíðar og fardaga, þjóðminn- ingardaga hina helstu. Par skal skýrt frá tunglkomum, kvartilaskiftum tungls og fyllingu, hvenær tungl er i hádegisstað í Reykjavík dag hvern, hvenær tungl er næst jörðu eða fjarst og hvenær hæst á lofti eða lægst, tnnglmyrkvum, hvenær sól rís og gengur til viðar í Reykja- vík einu sinni á viku hverri, hvenær jörð er næst sólu eða fjarst, jafndægrum, sólstöðum og sólhvörfum og sólmyrkvum. Par skal skýrt frá íslenskum meðaltíma, er sól er í hádegisstað í Reykjavík dag hvern, gyllinitali og sunnudagsbókstaf ársins, gefið yfirlit yfir gang reikistjarna á árinu, þar skal vera tafla um flóð og fjöru í Reykjavík, og leiðbeiningar um það, hvernig flnna megi af þeirri töflu flóð og fjöru í helstu kauptúnum landsins, og skýringar á lengdar- og breidd- arleiðrjettingum á gangi sólar og tungls á íslandi utan Reykjavikur. 5. gr. Háskólaráðið sjer um útreikning almanaksins, útgáfu þess og sölu. Er þvt heimilt að fela einstökum mönnum, stofnunum eða íjelögum framkvæmd þessara atriða eins eða fleiri, og að greiða endurgjald fyrir þau störf. Háskólaráðið getur, að fengnu samþykki ráðuneytisins i hvert sinn, selt einstökum mönnum, stofnunum eða fjelögum einkarjett háskólans til útgáfu íslensks almanaks, um ákveðið árabil, enda sje næg trygging fyrir því, aö útgáfan verði vel af hendi leyst, útsala almanaksins hag- anleg fyrir almenning, og hlíti útgefandi sömu reglum um verð al- manaksins sem háskólinn. Endurgjaldið fyrir útgáfurjettinn renni í almanakssjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.