Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Blaðsíða 58

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Blaðsíða 58
 56 frv. að reglugerð og sent háskólaráðinu. En pað vildi ekki samþ. eina grein (8. gr.) óbreytta, og var henni svo breytt á fundi 2. des. 1920, svo báðir urðu ánægðir. (Sbr. um þetta gerðabækur stúdentafjel. og stúdentaráðsins 1920, bls. 5—9 og Indr. Einarsson: Stúdentafjelagið 50 ára, bls. 62). Af málum þeim, sem stúdentaráðið hefir haft afskifti af á þessu tímabili, skal hjer getið þessara (sbr. að öðru leyti skýrslu þáv. form. á alm. stúdentafundi 11. nóv. 1921, gerðab. bls. 27—33). Á fundi 17. des. 1920 vakti St. Jóh. Stefánsson máls á því (gb. 13), að stofnað yrði kaupfjelag meðal stúdenta, þar sem þeir gætu á þann hátt sparað sjer mikið fje fyrir ýmsan varning. Var kosin nefnd til þess að athuga þetta og leitaði hún tilboða hjá ýmsum heildsölum og fjekk þau, og stóð svo málið við lok þessa timabils. A sama fundi var einnig um það rætt, að koma á lánsstofnun fyrir stúdenta, svo þeir, sem þess þyrftu, gætu með aðgengilegum kjörum fengið lán til þess að stunda nám sitt. Hafði sams konar mál áður verið vakið í stúdentafjel. Rvíkur, en fullnaðarniðurstaða ekki fengin þar. Hafði manni einum verið falið að kynna sjer slikar stofnanir er- lendis, af meirihluta nefndar þeirrar, sem þá fór með málið (dr. Ág. H. Bjarnason, Ásg. Ásgeirsson cand. theol. og V. Þ. G.), en sá maður ekkert látið frá sjer heyra. Fól svo form. stúdentaráðsins Lúðvíki Guð- • mundssyni að grenslast eftir þessu, og gerði hann það, og eftir það var nefnd kosin í stúdentaráðinu til þess að reyna að koma málinu áleiðis. Var síðan altaf og mikið um málið rætt, m. a. á fundi 22. jan. 1921 (gb. 14—15) og á alm. stúdentafundi s. d. Vildu sumir gefa upp all- an rikisstyrk, en fá upphæð hans allri breytt i lán, með góðum kjör- um, og skyldu lánin verða sem næst nægileg til þess að stúdentinn gæti fyrir þau stundað nám sitt, en endurgreiðsla átti að fara fram, þegar hann hefði fengið fasta stöðu. En aðrir mæltu fast á móti þessu og varð ekkert samkomulag á þessu tímabili. Á fundi 17. des. 1920, bar Lúðv. Guðmundsson fram till. um stofn- un sjúkrasamlags stúdenta og var það mál heldur ekki útkljáð á þessu ári. Ennfremur skal þess getið, að mörgum stúdentum var útvégað hús- næði víðsvegar um bæinn. Pá má einnig geta þess, að i lesstofu stúd- enta í háskólanum lágu frammi á þessu tfmabili 37 blöð og tímarit, erlend og innlend, þegar flest voru, keypt, gefin eða ljeð stofunni. Stofan var þó ekki mikið notuð að þessu leyti, en allmikið til ann- ars, námslestrar, og seinna einnig tekin sem kenslustofa jafnframt. Voru þá blöð jafnframt oftast nær lögð fram á Mensa academica. Há- skólaráðið hafði veitt stúdentafjelaginu styrk til lesstofunnar. — Enn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.