Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Page 11
9
vera jafngott tækifæri til að rannsaka ýms atriði náttúruvis-
indanna og einmitt hjer á landi. Jeg skal aðeins nefna eitt
dæmi þess. Starf elds og íss í sköpun jarðarinnar er vist
óvíða betra að rannsaka en hjer. Þar sem er náttúra lands
vors, bíður mikið verkefni, sem enn er eigi rannsakað nema
að nokkru leyti. F*að bíður vor íslendinga sjerstaklega, því að
oss er það mál skyldast og vjer eigum að standa þar betur
að vigi en aðrir. Þeim fræðum er enn ekki ætlað rúm hjer
við háskóla vorn, og er þar mikils ávant. Og þess er ósk-
, andi, að eigi verði þess langt að bíða, að þau fái þar þann
sess, er þeim hæfir.
í þessum tveimur visindagreinum ættum vjer lslendingar
sjerstaklega að geta lagt eitthvað sjáltstætt af mörkum. Að
þeim ættum vjer þvi sjerstaklega að beina kröftum vorum.
Háskóla vorum er sjerstaklega skylt að reyna að hlúa að
þeim fræðum og efla þau, því að þar eru líkur á, að starf
hans beri mestan árangur. Framtiðarmarkið á að vera það,
að háskóli vor, nyrsti háskóli heimsins, geti orðið miðslöð
norrænna fræða, þ. e. bæði fræðanna um menningu, bók-
mentir og tungu norrænna þjóða og eðli og náttúru norrænna
landa. Og því marki eigum vjer að geta náð, ef allir, er það
mál skiftir, leggja þá rækt við háskóla vorn, sem þeim er
unt og skylt.
Þau 10 ár, er nú eru liðin af starfstíma háskóla vors, eru
okki annað en eins konar undirbúningsstig á æfi hans. Fram-
tíðarmarkið er enn fjarri og vafalaust verður því ekki náð á
næstu 10 árunum. En nær því ættu þau að geta fært oss,
og það til muna.
Fyrirrennarar mínir í rektorsstöðunni hafa við háskóla-
setningarnar venjulega beint máli sínu til yðar, kæru stúd-
entar. Jeg hefi vikið frá þeirri venju. En nokkur orð vildi
jeg samt mæla til yðar. Menningarviðleitni þjóðar vorrar
eigið þjer síðar meir að bera uppi. Þjer takið á sinum tíma
við henni af eldri kynslóðinni, þar sem hún lýkur störfum,
þjer eigið að halda starfinu áfram, þangað til þjer að lok-
um skilið þvi af yður í hendur annari enn yngri kynslóð.
2