Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Síða 8

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Síða 8
6 kenslustofnun heldur á hann einnig að vera rannsóknar- stofnun. Aðalatriðið er, að hann, svo langt sem starf hans nær, geti veitt námsmönnum sínum jafngóða mentun og aðrir háskólar alment veita, og að hann geti lagt af mörk- um sinn skerf til hins sameiginlega þekkingarfjársjóðs mann- kynsins, vísindanna. En spurningin er þá þessi: er þess að vænta, að vort fámenna þjóðfjelag geti borið uppi menta- stofnun, er rækt geti þessi hlutverk? Sú spurning er einn lið- ur i annari umfangsmeiri spurningu, þeirri spurningu, hvort Jjjóð vorri sje unt að lifa lífi menningarþjóðar. Um það hefir verið elast. Jeg minnist þess að hafa lesið þau ummæli út- lends fræðimanns, er ferðast hafði hjer á landi fyrir skömmu, að hann furðaði sig á þvi, og taldi það heimskulega ofdirfsku, að oss skyldi lcoma það til hugar að færast það í fang að lifa lífi menningarþjóðar í hálfgerðu heimskautalandi. En það mark höfum vjer samt sett oss. Og vjer höfum gert það í þtirri trú, að landið, þrátt fyrir hnattstöðu þess, geti borið menningarlít' og að þjóðin væri þeirri atgervi gædd að hún gæti lifað menningarlifi. Jeg geri ráð fyrir, að vjer sjeum allir sannfærðir um, að þar höfum vjer á rjettu máli að standa. Hitt dylst engum að örðugleikarnir á menningar- brautinni eru margtaldir hjá oss á við það sem er hjá öðr- um tjölmennari og rikari þjóðum. Vjer getum þvi heldur eigi vænst þess, að menning vor verði eins fjölbreytt og eins auðug og menning þeirra. En alt um það getum vjer gert oss von um, að vjer getum verðskuldað að vera taldir i tölu menningarþjóða heimsins. Til þess að svo verði, verðum vjer að rækja margvíslegar skyldur. Ein skyldan, og það ein æðsta skyldan, er sú, sem lýtur að mentalifi þjóðarinnar, og það er sú skylda, sem háskóla vorum kemur mest við. Það er sú skylda, sem honum er einkum ætlað að rækja. Og þar er um tvent að ræða, að þiggja og að veita, að fylgjast með visindalifi annara þjóða og gera það og þær nýjungar, er þar verða, arðberandi fyrir menningu vora, og reyna eftir mætti að leggja sjálfstæðan skerf til visindanna, reyna að finna nýja þekkingu og miðla öðrum þjóðum henni. Fyrst í stað meg-

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.