Árbók Háskóla Íslands

Ukioqatigiit

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Qupperneq 12

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Qupperneq 12
10 Og það er ekki svo mjög langt þangað til röðin kemur að yður. Eftir nokkur ár verða sumir af yður, sem nú stundið nám hjer við háskólann, komnir í ýmsar vandamestu og ábyrgðarmestu stöðurnar í þjóðfjelagi voru. Ábyrgðin, sem þá fellur á yður, er mikil. Það er ábyrgðin á framtíð þjóðar vorrar, því það á ekki hvað síst við i fámenninu hjer hjá oss bæði að með eins manns anda ávanst oft stórvirki þúsund handa, og hitt, að glapræði einnar kynslóðar getur felt í rúst það sem margar kynslóðir hafa varið kröftum sínum til að reisa. Þessi ábyrgð er fallin á yður nú þegar. Því á þeim grund- velli, sem þjer leggið á námsárum yðar, verðið þjer að byggja síðar meir. Því traustari sem hann er, þeim mun öruggari og fótvissari verðið þjer, þegar þjer komið út í vanda lífsins, og þess meiri von er til, að störf yðar verði til heilla landi og lýð. Þetta á aÆ vera yður hvöt til þess að nota námsár yðar vel. Að reyna að afla yður eins staðgóðrar þekkingar og yður er frekast unt í námsgreinum yðar, og ekki aðeins i námsgreinum yðar, heldur eftir föngum í öllum þeim fræðum, er sannmentuðum manni er skylt að kunna. Náms- ár yðar liða og koma aldrei aftur. Það sem þá er vanrækt, verður oftast nær aldrei unnið upp siðar, og þekking mann- anna verður aldrei of mikil. — En önnur fræði eru það líka, sem þjer enn síður megið gleyma eða vanrækja og eigi verða af bókum lærð, en eru þó meira virði en öll heims- ins bókvísi. Og það er það, að verða sannir menn og góðir, trúir og tryggir því besta sem í yður er, rjettlátir og óeigin- gjarnir. Því lengra sem þjer komist í þeim fræðum, því meiri blessunar má vænta af störfum yðar. Til yðar, ungu stúdentar, er nú bætist í hópinn,- vildi jeg beina nokkrum orðum sjerstaklega. Þegar jeg fór að hugsa um, hvað jeg ætti að segja við yður við þetta tækifæri, datt mjer i hug það atriði úr Faust Goethes, er stúdentinn kemur til Faust til þess að sækja til hans heilræði, en hittir Mefistofeles.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.