Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Page 23
21
Dócent Magnús Jónsson:
1. Fór yfir kirkjusögu frá upphafi þýzku siðbótarinnar til
vorra daga, 3 stundir á viku bæði misserin.
2. Skýring nýjatestamentisins, 3 stundir á viku bæði misser-
in. Þessi rit voru lesin fyrra misserið: Postulasagan, en
síðara misserið: Filippíbrjefið, Kólossubrjefið, 2. Tímó-
teusarbrjefið, 2 Pjetursbrjef og 2. og 3. Jóhannesarbrjef
og Júdasarbrjef, Títusarbrjef og Hebreabrjefið.
Læknadeildin.
Prófessor Guðmundur Magnússon:
Fyrra misserið.
1. Fór hann í 4 stundum á viku, með yfirheyrslu og við-
tali yfir handlœknissjúkdóma í þvagfœrunum og hand-
læknissjúkdóma i getnaðarfœrum karlmanna. Að þvi loknu
byrjuð yfirferð yfir handlœknissjúkdóma á útlimum.
Til grundvallar við kensluna var lögð kenslubók
Wulistein & Wilms.
2. í St. Josephsspítala leiðbeindi hann eldri nemendum i
rannsókn sjúklinga með handlœknissjúkdóma, ljet þá
skrifa lýsingu á sjúkdómum þeirra, vera við holskurði
og aðra meðferð handlæknissjúklinga og svæfa þá, þegar
þörf gerðist.
Til þess gekk 1—l1/* stund á hverjum rúmhelgum
degi að jafnaði.
3. Fór í 2 stundum á viku með yngri nemendum yfir fyrri
hluta kenslubókar Marwedels í almennri handlæknisfræði
með yfirheyrslu og viðtali.
4. Fór í 3 stundum á viku með yfirheyrslu yfir fyrri hluta
kenslubókar Halliburtons í lífeðlisfræði.
Stjórnarráðið leysti hann. frá kensiuskyldu síðara
misserið vegna lasleika og tók þá Guðmundur Thorodd-
sen við kenslu bæði i handlæknisfræði og lifeðlisfræði.