Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Page 23

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Page 23
21 Dócent Magnús Jónsson: 1. Fór yfir kirkjusögu frá upphafi þýzku siðbótarinnar til vorra daga, 3 stundir á viku bæði misserin. 2. Skýring nýjatestamentisins, 3 stundir á viku bæði misser- in. Þessi rit voru lesin fyrra misserið: Postulasagan, en síðara misserið: Filippíbrjefið, Kólossubrjefið, 2. Tímó- teusarbrjefið, 2 Pjetursbrjef og 2. og 3. Jóhannesarbrjef og Júdasarbrjef, Títusarbrjef og Hebreabrjefið. Læknadeildin. Prófessor Guðmundur Magnússon: Fyrra misserið. 1. Fór hann í 4 stundum á viku, með yfirheyrslu og við- tali yfir handlœknissjúkdóma í þvagfœrunum og hand- læknissjúkdóma i getnaðarfœrum karlmanna. Að þvi loknu byrjuð yfirferð yfir handlœknissjúkdóma á útlimum. Til grundvallar við kensluna var lögð kenslubók Wulistein & Wilms. 2. í St. Josephsspítala leiðbeindi hann eldri nemendum i rannsókn sjúklinga með handlœknissjúkdóma, ljet þá skrifa lýsingu á sjúkdómum þeirra, vera við holskurði og aðra meðferð handlæknissjúklinga og svæfa þá, þegar þörf gerðist. Til þess gekk 1—l1/* stund á hverjum rúmhelgum degi að jafnaði. 3. Fór í 2 stundum á viku með yngri nemendum yfir fyrri hluta kenslubókar Marwedels í almennri handlæknisfræði með yfirheyrslu og viðtali. 4. Fór í 3 stundum á viku með yfirheyrslu yfir fyrri hluta kenslubókar Halliburtons í lífeðlisfræði. Stjórnarráðið leysti hann. frá kensiuskyldu síðara misserið vegna lasleika og tók þá Guðmundur Thorodd- sen við kenslu bæði i handlæknisfræði og lifeðlisfræði.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.