Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Síða 25

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Síða 25
23 fremur: Vilhelm Jensen: Erindringsord i speciel Bakterio- logi, öll bókin. Loks var farið yfir skrifað ágrip af Immuniietsfrœði. Alt endurlesið fljótlega. 2. Fór með viðtali og yfirheyrslu í 3 stundum á viku bæði misserin yfir líffœrameinfrœði. Lesið var Schmaus und Herxheimer, Grundriss der pathol. Anatomie frá bls. 383—708. Sýnd lífíæri eftir föngum, sýndar holdsneiðar í smásjá og lík krufin. 3. Hafði verklegar æfingar í vefjafrœði, 2 stundir tvisvar á viku bæði misserin. 4. Leiðbeindi stúdentum daglega 2 stundir á viku í algeng- um gerlarannsóknum og annari vinnu í rannsóknarstofu. 5. Fór með viðtali og yfirheyrslu yfir rjettarlœknisfrœði, 1 stund á viku. Lesið var Harbitz: Lærebok i Retsmedicin. Aukakennari Jón Hj. Sigurðsson, hjeraðslæknir: 1. Fór með yfirheyrslu og viðtali yfir lyflæknisfræði, 4 stundir á viku með eldri nemendum. Farið var yfir neu- roses, nýrnasjúkdóma, sjúkdóma í beinum og liðum, hjartasjúkdóma, maga- og þarmsjúkdóma og lifrarsjúk- dóma. J. v. Mehring: Lehrbuch der inneren Medizin var lögð til grundvallar við kensluna. 2. Fór með yngri nemendum yfir nokkur atriði i sjúklinga- rannsókn, 1 stund á viku bæði misserin. Aðferðir sýnd- ar verklega, þegar auðið var. Seifert & Múller: Taschen- buch d. med. klin. Diagnostik, var notuð við kensluna. 3. Hjelt æfingar í sjúkdómarannsókn á sjúklingum í St. Jo- sephsspitala, frakkneska spítalanum, farsóttahúsinu og heima, þegar verkefni var fyrir hendi. Aukakennari Sœmundur Bjarnhjeðinsson, prófessor: 1. Fór njeð viðtali og yfirheyrslu með eldri nemendum yfir lyfjajrœði, 3 stundir á viku bæði misserin. Við kensluna var notuð Poulsson, Pharmakologie. 2. Hafði æfingar í Laugarnesspítala i að þekkja holdsveiki, 1 stund á viku vormisserið með eldri nemendum.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.