Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Síða 33

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Síða 33
31 Verkefni voru þessi: I. 1 lyflæknisfræði: Mislingar, einkenni þeirra, gangur, fylgikvillar, meðferð og varnir gegn þeim. II. 1 handlæknisfræði: Tumores mammae.einkenni, aðgreining, horfur og meðferð. III. í rjeltarlæknisfræði: 1 hverju er þagnarskylda lækna fólgin og á hverju bygg- ist hún? Hverjar eru takmarkanir hennar? Prófdómendur voru hinir sömu og áður, þeir Matthías læknir Einarsson og Sigurður Magnússon yfirlæknir við heilsu- hælið á Vífilsstöðum. Lagadeildin. Embœttisprój í löcjfrœði. í lok fyrra misseris gekk einn stúdent undir embættispróf í lögfræði. Skriflega prófið fór fram 31. janúar til 4. febrúar, en prófinu lauk 14. febrúar. Verkefni við skriflega prófið voru: I. í I. borgararjetti: Hver eru skilyrði fyrir þvi, að venja hafi lagagildi, og hver er munurinn á lögvenju og dómvenju? II. í II. borgararjetti: Skýrið hugtakið kaup og gerið grein fyrir hvað skilur kaup frá öðrum tegundum samninga. III. í refsirjetti: Hvaða reglur gilda samkvæmt ísl. lögum um svonefnda «eftirfarandi» hlutdeild i þjófnaði? IV. 1 stjórnlagafræði: Að skýra 70. fsjötugustu) grein stjórnarskrárinnar. V. í rjettarfari: Lýsið reglum um þýðingu dóms að því leyti sem hann er bindandi úrslit sakarefnis. 1 lok síðara misseris (15. júni) lauk einn stúdent embætt- isprófi i lögfræði.

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.