Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Qupperneq 57
55
Flutt kr. 12100.00
II. 2. Skv. 2. gr. 2 skipulagsskrár.
a. Bókakaup háskólans.................kr. 4500.00
b. Útgáfa kenslubóka....................— 4400.00
c. Utanfararstyrkur háskólakennara . — 4000.00
d. Til aö styrkja isl. vísindastarfsemi,
söfn og rannsóknarstofur .... — 16300.00 kr_ 29200.00
3. Skv. 2. gr. 3, 1. skipulagsskrár:
a. Utanfararstyrkur kandídata . . . kr. 8000.00
b. Stúdentaheimili og lesstofa stúdenta — 1700.00 _ 9700.00
4. Óviss útgjöld..................................... . — 2000.00
Samtals kr. 53000.00
V.
Skýrslur um stúdentaráðid.
1. 1930-1931.
Svo var ráð lyrir gert í öndverðu, að í hverri árbók skyldi birtast
stutt skýrsla um störf stúdentaráðsins á liðnu ári. í fyrra gat það þó
ekki orðið, að öðru leyti en því, að prentuð var reglugerð ráðsins, og
koma því báðar skýrslurnar saman nú.
Upptaka stúdentaráðsins er að leita i 15. fundi stúdentafjelags há-
skólans, 23. jan. 1920. Segir þar svo í gerðabók fjelagsins: Formaður
(V. F. G.) skýrði frá stúdentaráðum meðal erlendra háskóla og benti
á kosti, sem slikum ráðum væru samfara. Taldi heppilegt, að eitthvað
yrði gert til þess, að koma slíku í framkvæmd einnig hjer við háskól-
ann. Ingimar Jónsson stakk upp á því, að nefnd yrði kosin, og á þann
veg, að form. fjelagsins væri sjálfkjörinn og nefndi menn með sjer í
nefndina. Var þetta samþ. — Eftir þetta hófust svo samningar um
málið, milli háskólaráðsins, eða fulltrúa þess, prófessors Ól. Lár-
ussonar og stúdentafjelagsins, eða fulltrúa þess, V. t*. G. og þá samið
frv. að reglugerð, þegar háskólaráðið hafði fallist á það og leyft að
ráðið yrði stofnað. Var svo aftur rætt um málið í stúdentafjel. 14. okt.
1920 og siðan enn á sjerstökum fundi 20. s. m. Var Ingólfur Jónsson
stud. jur. kosinn fundarstjóri, en V. P. G. var ílutningsmaður. Urðu
um þetta allmiklar umræður, sbr. gerðabókina, og var að lokum samþ.