Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Síða 61

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Síða 61
59 unum, sCm samið hafði verið við um afslátt af verðinu. Mánaðarlega var öllum kostnaði að frádregnum nokkrum hluta þess, er inn hafði komið fyrir veitingar, jafnað niður á þá, er borðað höfðu. En nokkur hluti veitingafjárins var lagður fyrir, til að standast væntanlega fyrn- ingu og endurnýjun innanstokksmuna og önnur ófyrirsjáanleg útgjöld. Fæðið var oftast um kr. 100.00 — dýrast kr. 116.00 í desember og ódýrast kr. 96.00 i febrúar. Veitingarnar gátu stúdentar keypt lægra verði en alment var á öðrum veitingahúsum. Sú stefna var strax tekin að 'hafa fæði og veitingar sem fullkomnast, þótt dýrara yrði, enda mun það hafa jafnast á við það, er best var á öðrum matsölu- og veitingahúsum. Ýmsir af ágætustu listmálurunum hafa lánað málverk til að prýða veggi «Mensa». Undir vorið var keypt piano og fjórðungur verðs greiddur með samskotafje frá háskólastúdentum, en hitt frá Mensa. í byrjun maímánaðar barst stúdentaráðinu tilboð frá umboðsmanni húseiganda um húsnæði til aukningar «Mensa». Stúdentaráðið leitaðist þá fyrir um samninga við Stúdentafjelag Reykjavikur; bauð «Mensa» til fundarhalda allan leigutímann, 4 ár, gegn ákveðnu gjaldi. Stúdenla- fjelagið neitaði því tilboði. Seinna sótti stúdentaráðið um fjárstyrk til sama fjelags í sama augnamiði og bauð sjerstök hlunnindi i staðinn. Pví var einnig neitað. Samt var viðbótin tekin, og «Mensa» stækkuð nálega um helming, eftir tillögum forstöðunefndar. Kostnaður við þetta var greiddur allur af spöruðu veitingafje. Samkv. reglum fyrir M. a., (gerðabók stúdentaráðsins bls. 20—23), er reikningsár fyrirtækisins al- manaksárið. Hjer er því ekki hægt að gefa full reikningsskil. En þessa 10 starfsmánuði sem af eru, nam vörukaup og áhalda, reksturskostn- aður og breyting hússins sem næst kr. 64.323.47. Virðist hagur fyrir- tækisins sem stendur fyllilega tryggur. Slíkt var starf «Mensa» það, er skýrsla verður skrifuð um. Hin hlið- in, þátturinn stærsti í fjelagslífi stúdenta, er margsnúnari en svo, að hann verði metinn til fjár, eða miðaður við «umsetninguna». Pó að skamt sje veggja i milli á «Mensa» og ekki nema seiling undir súð, hefir þar þó verið meiri menning og bjartari gleði, en vera mun í mörgum sölum háum og viðum. Sárt tekur stúdenta fátæktin og fje- leysið, cn «Mensa» er þeim þó auðlegð, sem þeir gætu varla liugsað til án að vera, svo mjög á stofnunin hylli þeirra. Stúdentaskiítin. Annað raeginmál, sem stúdentaráðið hefir borið upp á þessu ári, er stúdentaskiftamálið. í fyrra starfaði nefnd hjer í bæ að stúdentaskift- um við Þýskaland. Árangurinn af starfi hennar var sá, að tveir þýskir stúdentar voru hjer síðastl, vetur, við norrænunám í háskólanum. Að

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.