Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Side 63

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Side 63
61 að hefja stúdentaskifti milli landanna á næsta sumri. Stúdcntaráðið sótti um 3000 kr. styrk úr «Dansk-Islandsk Forbundsfond» til þess- ara skifta. Óvist er enn, hvort fje þetta fæst, og mun pað helst hamla, að sáttmálasjóðurinn hjer heima hefir enn ekki fengist til að styrkja stúdentaskiftin. Einn stúdent pýskur hefir komið til vetrardvalar i stúdentaskiftum, og hefir honum verið fenginn dvalarstaður. Framkvæmdirnar á stúdentaskiftunum hafa mjög verið erfiðleikum bundnar. Mest hefir bagað Ijeleysið. Þrátt fyrir ítrekaðar umsóknir bæði til ríkissjóðs og háskólaráðs, hefir enn enginn styrkur fengist til skiftanna, pó að við honum hefði mátt búast til svo merkra mála. Undir vorið var kosin nefnd til að veita móttöku hinum erlendu stúdentum og leiðbeina peim hjer. Annars var málið eingöngu i hönd- um stjórnar stúdentaráðsins. Upplýsinffaskrifstof an. Lúðvík Guðmundsson hafði allflest störf skrifstofunnar með hönd- um, par til er hann fór utan, seinni hluta vetrar, en pá tók við Magnús Jochumsson póstmálaritari og heldur hann starfinu enn. Skrifstofan hefir aflað sjer upplýsingagagna frá öllum helstu háskól- um og æðri raentastofnunum á Norðurlöndum og víðsvegar um hinn mentaða heim. Hún hefir gefið upplýsingar og lciðbciningar stúdent- um og öðrum námsmönnum, sem utan hafa farið, sótt um skóla fyrir pá, styrki o. s. frv. Hún hefireinnig gefið upplýsingar og leiðbeiningar ýmsar, um nám hjer innanlands. Lesstofan. Lesstofan hefir verið með saraa hætti og undanfarið ár. Fyrri hluta dags notuð til kenslu, en síðari hluta opin öllum háskólastúdentum. Mikið at blöðum, tímaritum og fræðiritum hafa legið par til afnota, og bókasafn nokkurt. Stofan hefir verið lítið notuð, einkum síðan «Mensa» kom, enda hefir par einnig verið blaðakostur. Láinssjóðuriun. Samið var frumvarp til Iaga fyrir lánssjóð stúdenta. Pað var sent stjórnarráði og háskólaráði og sampykt af báðum. Fulltrúaráð var kosið fyrir sjóðinn. Stjórnarráðið kaus Vigfús Einarsson cand. jur,, háskólaráðið próf. Ólaf Lárusson og stúdentaráöið Björn Arnason stud. jur. — Enn mun ekki komið mikið fje í sjóðinn, enda ekki ætl- ast til að hann geti tekið til starfa strax, en unnið að pví að afla honum fjár.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.