Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1922, Síða 65
63
hús var ekki fáanlegt meö viðunandi kjörum. Ennfreraur var stúdeni*
um útveguð kensla, og nýjum stúdentum ieiðbeint með nám og bóka-
kaup o. s. frv.
Stúdentaráðiö hefir petta ár verið eina stofnunin í stúdentahóp há-
skólans, þar sem stúdentafjelagið hefir legið í dái. Pað hefir staríað
fyrir stúdentana, og í fullu samræmi við óskir þeirra. Pað hefir unnið
að málunum eftir því sem tími naumur og tóm pyngja hafa leyft.
Menn hafa verið því hlyntir og fúsir gjört þvi greiða og sumir stór-
greiða. Fyrir það kunna íslenskir háskólastúdentar þeim hlýjar þakkir.
Petta starfsár hefir ekki verið neitt styrjaldarár. En þó að mjög sjeu
oft skiftar skoðanir ungra áhugasamra stúdenta og hvassyrtir sjeu
þeir stundum hver til annars, þá hefir slikt einungis aukið áhuga
þeirra og starfslöngun. Samvinnan við háskólaráðið hefir verið góð,
Pað hefir sýnt skilning og sanngirni óskum stúdentanna. Pað eina sem
þótt hefir þar á vanta, er hversu farið hefir með fjárbeiðnirnar. En
þess er fastlega vænst, að úr því verði bætt, svo að hægt verði að
forðast vandræði. Stúdentaráðið hjer við háskólann er enn ekki nema
tveggja vetra. Pví er ekki við að búast, að stórvirki mörg liggi eftir
það á þessum vögguárum.
En þó mun það skrumlaust mál, að þarfari verk hafi ekki á síðari
árum verið unnin stúdentum þessa lands en t. d. stofnun og rekstur
«Mensa» og stúdentaskiftin. Fyrir því virðast líkur nokkrar til þess að
þegar reynslan og árin færast yfir, muni stúdentaráð háskóla fslands
geta orðið nýtur verkamaður í hinum mikla víngarði menningarinnar.
í lok þessa máls, vil jeg minnast lítið eitt eins starfsmanns stúd-
entaráðsins, sem fór á starfsárinu, Lúðviks Guðmundssonar stud. med.
Hann átti mikinn þátt í stofnun stúdentaráðsins, og hefir verið í því
frá því það var stofnað og þar til hann fór utan seint á siðastl. vetri.
Hann átti mikinn þátt í starfi stúdentaráðsins, meðan hann átti þar
sæti og hvað mestan i stofnun «Mensa». Stúdentar þakka honum greið-
ann og gefa honum bestu hamingjuóskir út i veröld víða.
Reykjavik i september 1923.
Skúli V. GuÖjónsson.