Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 5

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 5
fræði, þó að ýmsir gerðu það eftir því sem tími vannst til frá öðrum störfum. Hér átli því að skipta um þegar allt í einu kom heil háskóladeild, sem aðallega átti að sinna þessum málum. Að vísu var deildin ekki stór i fyrstu og er ekki ennþá, en samt hefir skipt um og er nú svo komið, að miðstöð is- ienzkra fræða er nú að flvtjast, ef hún er ekki alflutt, heim til íslands. Hingað liafa nú um mörg ár komið erlendir fræði- menn til þess að kvnna sér íslenzkt mál og íslenzk fræði. Ein- mitt nú þessa dagana er að hefjast námsskeið í íslenzkum fræðum fyrir erlenda stúdenta og í ráði er að svipuð náms- skeið verði upp tekin, ef til vill á ári hverju í náinni framtið. Ég er þess fullviss, að starf lieimspekisdeildar liáskólans liefir verið, og á eftir að verða enn meir, til þess að efla vinsældir háskólans innanlands og mun verða meir en margt annað til þess að auka hróður háskólans, og alls landsins, með erlend- um þjóðum. Sjálft nafn deildarinnar, heimspekisdeild, er ekki réttnefni nema að nokkru leyti. Nafnið mun vera gamall arfur frá er- lendum háskólum, þar sem philosophian eða heimspekin sat lengi i öndvegi. En liér liefir líka verið kennd heimspeki, allir stúdentar nema hér forspjallsvisindi, og heimspekiskennar- inn liefir gert sitt iil þess, að öll þjóðin gæti kynnzt þróun vísindanna og því sem efst er á baugi um heimsmynd visinda- mannanna. Ég liefi nefnt hér heimspekisdeildina fyrst vegna þess, að það var hún, sem átti að vera og varð smiðshöggið á stofnun Háskóla íslands. Hinar deildirnar urðu beint áframhald af þeim skólum, sem hér voru til áður, en störfuðu hver i sinu lagi. Guðfræðisdeildin, með Prestaskólann að baki, á sér lengsta sögu. Hún hefir átt því láni að fagna, að til hennar hafa valizl ágætir kennarar og fræðimenn, sem að mörgu levti hafa breytt og sett svip á preslastétt landsins. Frá deildinni hafa komið ýms rit guðfræðilegs og kirkjusögulegs efnis, sem einnig sýna, að kennarar deildarinnar hafa ekki legið á liði sínu. Læknadeildin tók við af Læknaskólanum og var lengi vel r

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.