Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Side 40

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Side 40
40 IX. HEIÐURSDOKTORAKJÖR OG DOKTORSPRÓF Á fundi lieimspekisdeildar 26. nóv. 1935 var samþvkkt að kjósa Benedikt Sigurð Þórarinsson, kaupmann í Reykjavík, doctor philosophiae honoris cansa liinn 1. desember 1935 með þeim formála, sem hcr segir: Bókasöfnun og bókfræði ldjóta jafnan að verða undirstaða allra sögulegra vísindaiðkana, og þó sérstaklega sögu hók- mennta og andlegrar menningar. Svo sem kunnugt er, má að miklu levti þakka það einstökum safnendum, sem lagt liafa alúð við að hjarga handritum og prentuðum hókum frá glöt- un og tvístringi, meðan enn var tími til, að unnt liefir verið síðan að koma upp þjóðbókasöfnum og háskólabókasöfnum til ahnennra nota. Það mun ekki ofmælt, að enginn núlifandi maður hafi af sjálfsdáðum komið upp svo miklu og merki- legu safni íslenzkra hóka, hlaða og hvers konar prentaðs máls sem Benedikt S. Þórarinsson. Er og í safni hans margt er- lendra bóka, ritgerða og blaðagreina, sem varða ísland og ís- lenzk efni, og er sumt af því ekki annarstaðar til hér á landi. Safn þetta er ekki einungis svo mikið að vöxtum og vel hirt, að jafnstórt og' fagurt bókasafn mun aldrei hafa verið í ein- staldings eigu á Islandi, heldur er það einnig valið af mikilli þelckingu og glöggskyggni. Er það öllum vitanlegt, sem eilt- livað hafa fengizt við slika hluti, að til þess að koma upp öðru eins safni þarf ekki aðeins fémuni, heldur líka gevsi- mikla vinnu, fróðleik og gjörhygli. Þó að Benedikt S. Þór- arinsson sé að mestu leyti sjálfmenntaður maður, hefir hann um bókasöfnun sína lítt þurft ráð að sækja til annara manna. Honum hefir í tómstundum sínum frá öðrum störfum tekizt að afla sér víðtækrar þekkingar á þjóðlegum fræðum, og hann má hiklaust telja einn af bókfróðustu Islendingum, sem nú eru uppi. Safn hans er fvrir löngu orðið víðkunnugt, bæði innan lands og utan, og mundi liafa þótt i því mikill fengur fyrir ýmsa erlenda háskóla, þar sem íslenzk fræði eru stund- uð. Hvar sem það liefði lent að lokum, mundi það hafa orðið

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.