Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Síða 41
41
islenzkum fræðum til eflingar og söfnun þess hafa verið talin
fræðimannlegt afrek. En nú hefir eigandinn sýnt Háskóla
íslands þá góðvild og rausn, að gefa honum allt þetta hóka-
safnt með gjafahréfi dagsettu 10. júli 1935. Hefir hann enn-
fremur látið svo um mælt, að hann muni halda áfram að
auka það og hæta, meðan lians nýtur við. Þetta er ekki fyrsta
gjöf iians í þann garð, þvi að á stofndegi liáskólans, 17. júní
1911, gaf hann honum sjóð, er varið skal til heiðurslauna
fyrir framúrskarandi ritverk í visindum, og sýndi með þvi
þá þegar hug sinn til hinnar nýju stofnunar og trú sína á
framtið hennar. En með þessari síðari gjöf hans, sem mun
verða því dýrmætari sem lengri tímar líða, er í raun og veru
lagður grundvöllur meira og fullkomnara hókasafns fvrir
þjóðleg fræði vor en annars eru líkindi til, að Háskóli íslands
hefði nokkurn tíma átt lcost á að eignast. Mun háskólinn, með-
an liann stendur, njóla handaverka og höfðingsskapar Bene-
dikts S. Þórarinssonar, og telur heimspekisdeild sér sæmd
að þvi, að veita þessum merka fræðimanni og velgjörða-
manni háskólans þá viðurkenningu, sem hér er um að ræða.
í tilefni af 25 ára afmæli háskólans hinn 17. júní 1936, fór
fram kjör heiðursdoktora eins og hér segir:
A fundi 15. júní 1936 samþykkti guðfræðisdeild að kjósa
Jón hiskup Helgason doctor theologiae honoris causa með
þessum formála:
Um meir en 40 ára skeið hefir dr. theol. Jón Helgason
hiskup unnið guðfræðileg vísindastörf, bæði sem kennari og
forstöðumaður prestaskólans, prófessor við guðfræðisdeild
háskólans og biskup landsins. Eru þau störf svo mikil og
ágæt og þjóðinni til slíks sóma, hæði utan lands og innan,
að guðfræðisdeildin vill sérstaklega minnast þeirra á 25 ára
afmæli háskólans og þakka með hæsta lieiðri, sem hún ræð-
ur yfir.