Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 47
47
Júlíusar læknis. Stúdentspróf tók hann 1890 með I. einkunn.
Hann lærði síðan læknisfræði i Kaupmannahöfn og' tók þar
próf í lienni 1897 með II. hetri einkunn, var sama ár skipaður
héraðsl. í Skagafirði og árið eftir læknir við Holdsveikraspít-
alann í Laugarnesi. Hann kvæntist 1. okt. 1902 Christophine
Mikkeline vfirhjúkrunarkonu, dóttur józks hónda. Arið 1912
var hann sæmdur prófessorsnafnbót. Jafnframt því, sem
hann gerðist holdsveikralæknir, var honum falin kennsla í
Ivfjafræði, fyrst við læknaskólann og síðan við liáskólann.
Báðum þessum störfum gegndi liann til þess að hann sótti
um lausn frá emhætti 1934, en stundaði jafnframt lækningar.
Iieilsan var þá farin að hila og heyrnin að sljóvgast (arterio-
sclerosis, emollitio cerehri). Fluttist liann síðan til Dan-
merkur og andaðist þar 21. fehr. 1936 eftir langa vanheilsu.
Lífsstarf Sæmundar lieitins var fvrsl og fremst holdsveikra-
spítalinn og þar næst kennslan í lyfjafræði. Það var ekki
vandalaust að laka við spítalanum fullum af sjúklingum, sem
höfðu litla sem enga von um bata og voru margir þunglega
þjáðir. En próf. Sæmundur var þessum vanda vaxinn. Hann
gegndi spítalastarfinu með stökustu alúð og skyldurækni, var
l>æði lipur og fastur fyrir, fylgdist ágætlega með í öllum ný-
ungum, sem lutu að meðferð holdsveikra, og tókst furðanlega
að hæta sjúklingunum meinsemdir þeirra, svo þeir urðu smám
saman sem heilhrigðir menn í samanhurði við það, sem gerð-
ist fvrstu árin. Varð hann hæði vinsæll hjá sjúklingum og gat
sór góðan orðstír, svo að hann var talinn meðal fremstu
holdsveikislækna á sinum tíma. Þar að auki lét hann sér
mjög annt um allan fjárhag spítalans og reyndist þar ágæt-
ur búmaður.
Aðstaða lians við lyfjafræðikennsluna var erfið, því hæði
skorti söfn, tæki og' húsakynni til þess að kenna nokkuð verk-
lega. Honum lókst þó að koma upp nokkru lyfjasafni, sem
var stúdentum til mikillar hjálpar. Hann gerði sér og far um
að fylgjast með framförum i þessari grein. Kurteisi hans og
skyldurækni gerðu hann og liinn vinsælasta kennara. En
hann hugsaði lika um sjúklingana, sem eiga að horga lvfin,