Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Blaðsíða 51
51
the New Higli German Language (Manchester 1906). Eftir að
hann lét af kennsln, gaf hann sig eingöngu að vísindastörfum
og birti nokkrar ritgerðir málfræðilegs efnis: Þiauþrikr miR
Hraiþkutum (1932) og Die erste Westrwíking (1934) (í Acta
philologica scandinavica); Evarix und jór (í Arkiv 1933);
Ardaricus und Ardabures (í Zeitschrift fur vergl. Sprach-
forschung 1936). En aðalviðfangsefni lians þessi síðustu ár
voru víkingaferðirnar, og hafði liann viðað að sér geysimiklu
efni og liugðist að gefa út stórt rit um þær, en dauðinn kall-
aði liann frá því verki.
í Manchester var íslenzkukennsla eitt af skyldustörfum
próf. A. J., en íslenzka var skyldíihámsgrein fyrir nemendur
i þýzkum og enskum fræðum. Hann lagði mikla alúð við
kennsluna, og um hans daga og síðan voru íslenzk fræði i liá-
vegum við þann háskóla. Hann unni mjög íslandi og öllu,
sem íslenzkt er, en mun þó aldrei hafa komið hingað til
lands. í erfðaskrá sinni ánafnaði hann Háskóla íslands allt
bókasafn sitt, sem bæði var mikið og gott, aðallega bækur
um germönsk fræði og samanlmrðarmálfræði, einkum sans-
krit og fompersnesku. Er það háskólanum til ómetanlegs
gagns, því að það fyllir upp í skörðin i bókasafni Finns Jóns-
sonar, sem var fremur fáskrúðugt í sumum þeim greinum.
XII. REIKNINGAR HÁSKÓLANS
Skilagrein um þær fjárhæðir, sem farið hafa
um hendur háskólaritara 1935.
Tekjur:
1. Ávísað úr ríkissjóði samtals á árinu .... kr. 53501.88
2. Vextir af innstæðu i hlaupareikningi...... — 36.05
Samtals kr. 53537.93
Gjöld: ----------------------
1. Námsstyrkur stúdenta ...................... kr. 15000.00
2. Húsaleigustvrkur stúdent’a ................. — 9000.00
Flyt kr. 24000.00