Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Blaðsíða 76
76
14. gr.
Heimilt skal hverjum kennara háskólans að halda fyrirlestra í há-
skólanum um sjólfvalin efni, að svo miklu leyti sem það kemur ekki
í bága við skyldukennslu, en tilkynna skal hann rektor háskólans
það áður.
15. gr.
Hver sá, kona eða karl, sem lokið hefir stúdentsprófi við hinn al-
menna menntaskóla eða annan lærðan skóla honum gjafngildan, á rétt
á að verða skrásettur háskólaborgari, gegn því að greiða skrásetn-
ingargjald til háskólans, enda sé mannorð hans óflekkað.
Sama rétt getur háskólaráðið veitt útlendingum, er fullnægja of-
angreindum skilyrðum.
Hver sá, sem æskir skrásetningar, skal tilkynna það ritara háskól-
ans og hverja námsgrein hann ætlar að stunda, og tekur ritari við
skrásetningargjaldinu. Skipti stúdent um námsgrein, skal hann til-
kynna það ritara, og getur hann þess í nemendaskránni.
Skrásetningargjaldið er 15 krónur.
16. gr.
Skrásettur stúdent fær háskólaborgarabréf hjá rektor.
17. gr.
Allir skrásettir stúdentar eru skyldir að gæta velsæmis bæði i há-
skólanum og utan hans.
Verði skrásettur stúdent sekur um einhver afbrot gegn settum
reglum háskólans, getur háskólaráðið gert honum hegningu. En
hegningin er annaðhvort áminning eða styrkmissir, brottrekstur um
lengri eða skemmri tíma eða fyrir fullt og allt.
18. gr.
Nú verður skrásettur stúdent sekur að lagadómi um verk, sem sví-
virðilegt er að almenningsáliti, og er hann þá rækur.
Brottrekstur skal þegar í stað tilkynna stjórnarráðinu.
19. gr.
Hver valdsmaður, sem stefnt hefii’ háskólastúdent fyrir glæp, skal
tilkynna það þegar í stað rektor háskólans. Svo er og þegar hafin cr
réttarrannsókn gegn stúdent fyrir glæp.
20. gr.
Afskiptum háskólans af skrásettum stúdentum er þá fyrst lokið, er
stúdent hefir hætt námi að fullu og öllu og tilkynnt ritara háskólans
það, eða hefir ekki sótt háskólann i 4 kennlsumissiri samfleytt.