Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 78

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1936, Page 78
78 26. gr. Við embættispróf og undirbúningspróf þau, er koma til greina við fullnaðarpróf, skulu jafnan vera 2 prófdómarar, og skal a. m. k. ann- ar þeirra ávallt vera utanháskólamaður. Stjórnarráðið ski]3ar prófdómara, þá er ekki eru háskólakennarar, eftir tillögu háskóladeildar, og skulu þeir gegna dómarastarfinu í 6 ár. 27. gr. Að loknu embættisprófi skal gefa þeim, sem staðizt hafa prófið, kandídatsvottorð gegn 25 króna gjaldi, og rennur það í háskólasjóð. 28. gr. Kandídatar, sem lokið hafa embættisprófi í íslenzkum fræðum, geta gengið undir meistarapróf, og dæma kennararnir í íslenzkum fræðum einir um úrlausnir í því prófi. Meistarar greiða sama gjald fyrir próf- vottorð sem kandídatar. V. KAFLI Doktorar. 29. gr. Háskóladeildirnar hafa hver um sig rétt til að veita doktorsnafn- bót, og er slík nafnbót veitt annaðhvort í heiðursskyni eða að und- angengnu sérstöku prófi. 30. gr. Að jafnaði skal sá, er æskir doktorsnafnbótar, hafa lokið meistara- lirófi eða embættisprófi. Hann verður að láta umsókn sinni fylgja vísindalega ritgerð um eitthvert ákveðið efni. Skal umsóknin stíluð til háskólaráðs, en það selur ritgerðina i hendur hlutaðeigandi há- skóladeild til álita og umsagnar. Háskólaráðið semur reglugerð um doktorspróf. Standist umsækjandi prófið, fær rektor og deildarforseti honum prófsvottorð. Fyrir prófsvottorð greiðir doktorinn 100 kr., og renna þær í há- skólasjóð. 31. gr. Hver sá, er hlotið hefir doktorsnafnbót, hefir rétt til að halda fyr- irlestra i vísindagrein sinni, en tilkynna verður hann það háskóla- ráði. Þyki einhver misbeita þessum rétti sínum, getur háskólaráð svipt hann réttinum.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.