Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Side 9

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Side 9
7 Munu kennarar i viðskiptafræðum annast kennsluna. Ivennslugjaldi er stillt í hóf, sem auðið er. Guðfræðideild kjöri séra Bjarna Jónsson, dómkirkjuprest og vígslubiskup, heiðiirsdoktor í guðfræði 21. okt. 1941. — Hinn 10. jan. 1942 varði Gísli Fr. Petersen læknir ritgerð sina, Röntgenologische Studien iil)er Arteriosclerosis, til doktorsprófs. Vörnin var tekin gild. — 7. marz 1942 varði cand. mag. Jón Jóhannesson ritgerð sína, Gerðir Landnáma- hókar, fvrir doktorstitli i heimspeki, og var vörnin tekin gild. Þá skal ég minnast á gjafir, sem háskólanum hafa horizt siðastl. ár. 1. Gjöf Rockefeller Foundation í New York, að upphæð 15000 dollarar, sem jafngildir um 100 þús. krónum í islenzkri mynt. Skal þessari upphæð varið til kaupa á kennslu- og vísindaáhöldum í lyfjafræði, lífeðlisfræði og líffærafræði. Eg leyfi mér að þakka þessa höfðingjegu gjöf; hún gerir það að verkum, að vísindastarfsemi getur eftirleiðis farið fram í þessum greinum læknisfræðinnar, og ætti að koma fótum Undir aukna verklega kennslu í greinunum. 2. Framfarasjóður stúdenta. Guðmundur prófessor Hannes- son afhenti sjóð þennan fyrir hönd stofnenda sjóðsins, en hann var stofnaður árið 1887 af stúdentum þeim, sem þá luku námi i lærða skólanum. Jafnframt afhenti hann nýja skipulagsskrá fyrir sjóðinn, sem hlaut staðfesting rikisstjóra 8. apríl þ. á. Sjóðurinn er kr. 5166.60. 3. Minningarsjóður sýslumannshjóna Eggerts og Ingibjargar Briem, að upphæð kr. 2676.88, var afhentur háskólanum af séra Yilhjálmi Briem 10. apríl 1942. Stofnendur sjóðsins eru systkinin Elín Briem Jónsson, Jóhanna Briem Eggerts- dóttir og séra Vilhjálmur Briem. Hluta af vöxtum sjóðsins skal verja til þess að styrkja námsmenn í landbúnaðarvís- indum, þegar deild í þeim fræðum verður stofnuð við há- skólann. 4. Minningarsjóður Páls Bjarnasonar skólastjóra í Vest- mannaeyjum var afhentur háskólanum á síðasta ári, kr.

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.