Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Side 11

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Side 11
9 með minnstu háskólum í heimi, enda mjög ungur af há- skóla að vera; þetta eru stofnanir, sem vanalega eiga fyrir sér að vaxa og verða langlífar í landinu. Ef við herum saman vöxt háskólans í Oslo og liáskólans i Reykjavik fyrstu hyrjunarárin, virðist mér við Islendingar mega vel una þeim samanhurði. Oslóarháskóli er stofnaður 1811, tekur á móti fyrstu stúdentum 1813. Prófessorar voru 5. Kennt var fyrst í gömhi þósthúsi, siðar í stjórnarráðsbygg- ingu. Háskólahyggingin, sem nú er notuð, er tekin til afnota 1853, eða 40 árum eftir hyrjun skólans. Háskóli íslands byrjar með 8 prófessorum, verður að notast við nokkrar stofur i alþingishúsinu, en fær sit't góða hús tæplega 30 árum eftir stofnunina 1911. Hvort framhaklsþroski háskólans okkar verður jafnstöðugur og Oslóarháskóla, er auðvitað óvíst. Oft- sinnis hafa lieyrzt raddir um, að háskólinn fengi of lillar fjár- liæðir lir ríkissjóði, kennarar of lág laun, og var það rétt, enda fengin hót á því síðusfu árin; stúdentar of lítinn náms- stvrk o. s. frv. Mér virðist eiginlega, að þing og stjórn hafi gert sómasamlega við háskólann á ýmsa lund, þegar litið er á allar kringumstæður, fámenni, félevsi, tvær lieimsstyrjaldir og fjárhagskreppur, liverja eftir aðra. Almenningur hefur sýnt mikinn velvilja að skipta við iiappdrættið, — þótl ein- liver gróðavon sé þar einníg að verki. Þessar fjárveitingar liafa allar gefið eins góðan árangur ög við mátti buást, vegna þess að viðfangsefnin hafa ekki alltaf verið nógu hugsuð eða rétt skipulögð. Einkum virðumst við alltaf gleyma því, að raunvísindi verða ekki kennd ein- göngu hóklega, Iieldur þurfa æfingar og tilraunir nemend- anna að vera undirstaðan. Við eigum kost á kennaraefni, stofnum emhætti fvrir hann, en ekkert húsnæði, engin verk- færi o. s. frv. Þannig missti læknadeild ágætan vísindamann af þessum ástæðum. Nú eru raddir uppi um að byrja nú þegar á kennslu í náttúrufræði, og tel ég það æskilegt að ýmsu levti, en það vantar húsnæði, safn, bækur o. fl. Ég álit, að við verðum að hugsa þetta mál hetur og leggja svo vel undirbúnar tillögur fyrir þing og stjórn. Ég er þess fullviss,

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.