Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Side 12

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Side 12
10 að komum við mcð gagnleg nýmæli vel undirbúin til þings og stjórnar, muni þeim tekið með velvild og athuguð sam- vizkusamlega, því að liáskólinn á ítök i öllum flokkum, á vini og áhugasama velgerðamenu um land allt. Það sýna hezt sívaxandi sjóðir og gjafir til háskólans; nema sjóðir hans nú um 2 millj. króna. Það sýna og gjafir einstaklinga, ljæjar- og sýslufélaga til beggja stúdentagárðanna. Þettá er líka ofureðlilegt. Þjóðinni er það nauðsyn að fá sem allra bezta embættismenn, lífsnauðsyn að fá innlenda vísindamenn og scrfræðinga í sem allra flestum greinum, því að nú gildir ekki lengur gamli málshátturinn, að bókvitið verður ekki látið í aslcana. Þjóð, sem vantar vísinda- og tæknimenn, situr áreiðaulega með askana hálftóma. Oft Iiefur borið á nokkrum stvr og deilum um Háskóla íslands. Út af því vill ég laka þetta fram: Iláskólinn hefur haft og hefur ákveðin réttindi og sjálfstjórn undir umsjá og eftirliti kennslumálaráðherra. Háskólinn mun vissulega verja og halda fasl við þessi réttindi, eigi að minnka þau eða taka þau af honum. Iláskóliun er algerlega ópólitísk stofnun, kcnnaraliðið úr flestum stjórnmálaflokkum landsins. Algert kenningafrelsi og ritfrelsi rikir bér - skrifi háskólakennari greinar í pólitísk blöð, gerir Iiann það á eigin ábyrgð, og er það háskólanum sem slikum óviðkomandi, ef almenns vel- sæmis er gætt i skrifum þessum. Háskólinn óskar að vinna störf sín i næði og friði og mun ekki að fyrra bragði abbást upp á neinn. Nú tekur próf. Sigurður Nordal til máls og flytur eriudi Um manndráp. Eftir erindi próf. Sigurðar Nordals mælti rektor: Ungir stúdentár! Ég býð ykkur alla bjartanlega velkomna í stofnun þessa, óska, að nám ykkar og dvöl verði vkkur til gagus, þroski ykkur andlega og líkamlega. Háskólanám er allfrábrugðið námi í menntaskólum lands- ins. Þið verðið að læra að vinna sjálfstætt, engin skylda er

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.