Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Blaðsíða 14
12
Kennsla í náttúruvísindum. HáskólaráÖ taldi tímabært að
Iáta fara' fram rannsókn á því, livort fært væri að hefja
kennslu í náttúruvísindum, sem miðuð væri við fyrra hluta
próf í háskólum á Norðurlöndum. Var prófessorunum Jóni
Steffcnsen og Ólafi Lárussyni, ásamt mag, scient. Árna Frið-
rikssyni. og rlr. Finni Guðmundssyni falið að gera tillögur
um málið. Eflir tillögum þeirra var farið fram á 50000 kr.
fjárveitingu til undirbúnings kennslu í náttúruvísindum, og
talcli nefndin ekki fært að komast af með minni upphæð.
Fjárveitinganefnd alþingis taldi málið ekki nægilega undir-
húið, einkum að því levti, hvort háskólar á Norðurlöndum
myndu taka gilt próf frá Háskóla Islands i námsgreinum
fvrra liluta, og hefur málið því ekki énn hlotið afgreiðslu.
Lektor í sænsku. Um nokkurt árabil hefur stjórn sænsku
háskólanna sent hingað sendikennara í sænsku, og liafa þeir
verið ráðnir til eins árs í senn, en ráðningin stundum endur-
nýjuð. Fyrir milligöngu sænska sendifulltrúans i Reykjavík,
Iierra Otlo Johansons, fóru fram bréfaskipti um breytingu á
þessu fyrirkomulagi á þann veg, að sænska stjórnin sendi
fastráðinn lektor til Háskóla Islands gegn nokkuru fjár-
framlagi úr ríkissjóði. Heimilaði kennslumálaráðherra að
verja 1000 kr. á ári (án uppbótar) í þessu skyni, og fcllsl
sænska stjórnin á að stofna lektorsemhætti með þessu
framlagi af vorri hálfu. Var háskólanum siðan tilkynnt, að
ráðinn væri maður í stöðuna, en koma lians hefur frestazt
af óviðráðanlegum ástæðum.
Námsskeið fyrir verzlunarmenn. Sú nýbrevtni var tekin
upp að efna til kennslu fvrir starfandi verzlunarmenn í ýms-
um námsgreinum, sem verzlunarmönnum væri þörf sér-
stakrar kunnáttu í. Fór kennslan fram síðdegis, kl. 5.30—7.10,
og voru kennslugreinar þessar: Enska, kennari dr. Cvril
Jackson, þýzka, kennari dr. Irmgard Kroner, rekstrarhag-
frivði og bókfærsla I og II, kennari Gvlfi Þ. Gíslason dósent.
í hókfærslu voru 3 kennslustundir á viku og kennslugjald