Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Side 15
13
110 kr., en i hinum námsgreinunum 2 stundir á viku og
kennslugjald 75 kr. fvrir allan tímann. Xámsskeiðið var i
0 mánuði.
Kennsla í íslenzku fyrir Bandaríkjahermenn. Háskólaráð
samþvkkti að koma upp námsskeiði i íslenzku fyrir allt að
20 hermenn úr setuliði Bandarikjamanna, eftir vali lier-
stjórnarinnar, að lilskildu samþvkki ríkisstjórnarinnar.
Veitti ríkisstjórnin samþykki sitt til þessa, og fór náms-
skeiðið fram í marz og apríl. Kennari var Bjarni Guðmunds-
son, löggillur skjalþýðandi.
Kennsla í byggingarverkfræði til fullnaðarprófs. í lok síðara
misseris luku 0 slúdentar fvrra hluta prófi í verkfræði.
Óskuðu þeir eindregið eftir því að geta numið byggingar-
verkfræði lil fullnaðarprófs við háskólann, þar sem þeir
gætu ekki náð til verkfræðingaskóla á Norðurlöndum, en
við kennslu þar hafði nám þeirra verið miðað. Ivennarar
verkfræðisdeildar liöfðu og haft það til umræðu, hvort rétt
væri og tiltækilegt að kenna hyggingarverkfræði til fulln-
aðarprófs. Arar mál þetta rækilega íhugað i nefnd, sem í
voru kennarar deildarinnar og tveir verkfræðingar, til-
nefndir af Verkfræðingafélagi íslands. Komst meiri hluti
nefndarinnar að þeirri niðurstöðu, að æskilegt væri að liefja
nú kennslu í byggingarverkfræði til fullnaðarprófs, ef færir
kennarar værn fáanlegir og a. m. k. eiim fastur kennari
yrði ráðinn til kennslunnar. Féllst liáskólaráð á tillögur
nefndarinnar og fór þess á leit við kennslumálaráðuneytið,
að það heimilaði að stofna til kennslu þessarar. Var levfið
veitt og ákveðið að hefja kennsluna í upphafi næsta há-
skólaárs.
Leyfi frá kennslu. Próf. dr. Magnúsi Jónssyni var veitt
leyfi frá kennsluskyldu frá upphafi skólaársins fram i
desember, og annaðist séra Benjamín Kristjánsson kennslu
hans á meðan. Gunnar Thoroddsen, settur prófessor, féklc
levfi frá kennslu til 20. október, og Sigurður Einarsson dósent