Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Page 18

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Page 18
1G Happdrætti Háskóla Islands. Eftir ósk háskólaráðs var sú breyting gerð á háskólalögunum, að verð hlutamiða og' upp- hæð vinninga var hækkuð um 50%. Eru lögin prentuð á l)ls. 88. Stjórn happdrættisins var endurskosin, prófessorarnir dr. Alexander Jóhannesson og dr. Magnús Jónsson og Bjarni Benediktsson borgarstjóri. Formaður stjórnarinnar er próf. Magnús Jónsson. Endurskoðendur voru endurkosnir, próf. Ásmnndnr Guðmundsson og Þorsteinn Jónsson bankafull- trúi. Skýrsla um rekstur happdrættisins árið 1942 er prentuð á ])ls. 82—3. Endurskoðendur háskólareikninga voru kosnir prófessor- arnir Ásmundur Guðmundsson og Jón Steffensen. Læknisskoðun stúdenta var falin Heilsuverndarstöð Revkja- vikur í Kirkjustræti 12. Minningarsjóður Davíðs Schevings Thorsteinssonar. Stofn- andi sjóðsins, I3orsteinn Seheving Thorsteinsson lyfsali, lagði í sjóðinn 1000 kr. 5. okt. 1942. Gerð var breyting á skipu- lagsskrá sjóðsins, og er hún prentuð á bls. 88. Gjöf William Cole’s liðsforingja. Frá IJeut. William Cole, U.S.N., barst háskóianum peningasending, $ 1400.00 (kr. 9061.78), með ósk um, að háskólinn varðveiti fé þetta, en því skal verja til þess að styrkja nemanda úr Landeyjum til háskólanáms eftir tilvísun prestsins í Landeyjaþingum. Er gjöf þessi gefin i þakklætisskyni við menn úr Landevjum, sem björguðu lierra Cole og nokkrum félögum hans úr sjávarliáska. IV. KENNARAR HÁSKÓLANS í guðfræðisdeild: Prófessor dr. llieol. Magnús Jónsson, prófessor Ásmundur Guðmundsson og dósent Sigurður Einarsson. Aukakennarar:

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.