Árbók Háskóla Íslands

Volume

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Page 58

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1943, Page 58
56 3. Bókið eftirfarrfndi í höfuðbókarreikninga: a) í ársbyrjun eru gefin út 100 skuldabréf (vaxtabréf), samtals a‘ð nafnverði 100 000 kr. Bréfin eiga að endurgreiðast við genginu 102%. Útgáfugengið er 97%. Við hver árslok á að draga út 10 bréf. Vextir eru 4% og greiðast árlega. b) í árslok falla vaxtamiðar í gjalddaga, að upphæð 5000 kr., og eru miðar að upphæð 3 000 kr. greiddir þegar i stað. c) í árslok eru dregin út 10 bréf, að nafnverði i0 000 kr., og eru G þeirra greidd þegar i stað. d) Lokið reikningunum í árslok. 4. 5 menn, A, B, C, D og E, stofna hlutafélag. Lofa þeir að leggja fram hlutafé, svo sem hér segir: A 50 000 kr., B 10 000 kr., C 15 000 kr., D 5 000 kr. og E 20 000 kr. Greiða þeir helming hlutafjárloforðanna þegar i stað, og greiða allir peninga, nema hvað A leggur fram vörubirgðir, metnar á 20 000 og E einkaleyfi, metið á 7 500 ki\, en afganginn greiða þeir í peningum. Kostnaður við stofnun hluta- félagsins nemur 2 000 kr. Sýnið í höfuðbókarreikningum nauðsynlegar bókanir i sambandi við stofnun lilutafélagsins. Yerkefni í skriflegu prófi i maí 1943 voru þessi: í rekstrarhcigfræði: 1. Gerið grein fyrir kostum og göllum þeirrar aðferðar við verðlags- eftirlit hjá iðnfyrirtækjum, svo sem húsgagnaverkstæðum, að ákveð- in sé liámarksálagning á upphæð seldrar vinnu og selds efnis. 2. Skýrið þessi ákvæði 28. greinar laga um hlutaféiög nr. 77 27. júni 1921: „Hlutafélag má ckki taka lilutafé sjálfs sín eða bráðabrigðaskír- teini til tryggingar eða lána út á þau. Eigi má blutafélag eiga sjálft meira en 10% af greiddu hlutafé sinu, nema atvinnumálaráðherra Ieyfi.“ í þjáðhagfræði: 1. Ahrif verðbólgu á skiptingu þjóðarteknanna og fjármágnsmyndun. 2. Á skattflutningur sér stað, hvað tekju- og eignarskattinn snertir? I verklegri hókfærslu og endurskoðun: 1. H/f Eimskipafélagið Tröllafoss. Prófjöfnuður pr. 31. des. 1935, tekinn úr bókum félagsins:

x

Árbók Háskóla Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.