Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Síða 21
19
skólaár eins og hið fyrra. Síra Harald Sigmar kenndi í hans
stað sem sendikennari frá Bandarikjunum á vegum Fulbright-
stofnunar.
Prófessor, dr. Steingrxmur J. Þorsteinsson fékk 6 vikna leyfi
frá kennslu vegna fyrirlestrahalds við norska og sænska há-
skóla.
Prófessor Níels Dungal fékk leyfi frá kennslu haustmisseri,
og kenndi hann þann tíma við bandaríska háskóla. Prófessor
Júlíus Sigurjónsson kenndi í hans stað.
Rektor, prófessor Þorkell Jóhannesson var leystur undan
kennsluskyidu vormisserið 1959.
Doktorskjör.
Háskólaráð samþykkti þá ályktun laga- og viðskiptadeildar
að sæma prófessor, dr. jur. & phil. Ólaf Lárusson doktorsnafn-
bót í lögfræði. Doktorskjöri var lýst á háskólahátið 25. okt.
1958.
Háskólaráð féllst á þá ályktun læknadeildar að sæma Vil-
mund Jónsson landlækni doktorsnafnbót í læknisfræði á sjö-
tugsafmæli hans, hinn 28. mai 1959.
Happdrætti háskólans.
Stjórn happdrættisins árið 1959 var endurkosin, en hana
skipa prófessorarnir Alexander Jóhannesson, Sigurbjörn Ein-
arsson og Ármann Snævarr, sem var formaður stjórnarinnar.
Endurskoðendur voru einnig endurkjörnir prófessor Björn
Magnússon og Þorsteinn Jónsson, bankafulltrúi. Þóknun til
endurskoðenda var hækkuð í 4500 kr. í grunnlaun.
Lög um happdrætti háskólans.
Af hálfu háskólaráðs og stjórnar happdrættisins voru samin
drög til frumvarps til laga um breyting á happdrættislögum,
og fól það í sér heimild til ríkisstjórnar um að framlengja happ-
drættisleyfi í 15 ár, til 1974. Drög þessi sættu ýmsum breyting-
um hjá ríkisstjórninni, er bar síðan fram frumvarpið, og náði
það síðan fram að ganga, sbr. lög nr. 36/1959. I hinum