Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Síða 23
21
ar í tilefni 50 ára afmælis lagakennslu á Islandi. Fjallaði fyrir-
lesturinn um samræmingu norrænnar erfðalöggjafar-
I des. 1958 flutti prófessor Maurice Gravier frá Sorbonne-
háskóla tvo fyrirlestra í boði háskólans, en hann kom hingað
að nokkru á vegum Evrópuráðs. Fyrri fyrirlesturinn fjallaði
um Albert Camus, en síðari fyrirlesturinn, sem fluttur var á
íslenzku, nefndist ,,Nýir straumar í franskri leikritagerð".
21. jan. 1959 flutti Ian Ramsay Maxvoell, prófessor við há-
skólann í Melbourne í Ástralíu, fyrirlestur í boði háskólans
um þjóðskáldið Robert Burns í tilefni 200 ára afmælis hans
og flutti nokkur kvæði hans.
1 apríl 1959 flutti prófessor, dr. Jón Helgason frá Kaup-
mannahafnarháskóla tvo fyrirlestra í boði heimspekideildar,
annan um Hauksbók (15. apríl), en hinn um brúðkaupssiða-
bækur (18. apríl).
Prófessor Sven B. F. Jansson frá Stokkhólmi flutti fyrirlest-
ur í boði heimspekideildar 11. apríl 1959, og nefndist hann ,,Pá
jakt efter runstenar“.
24. júní 1959 flutti prófessor Knud O. Möller frá Kaupmanna-
hafnarháskóla fyrirlestur í boði læknadeildar, og nefndist hann
„Bindevævets fysiologi og pharmacologi".
I júlí 1959 flutti varaforseti vesturþýzka ríkisþingsins, pró-
fessor, dr- Carlo Schmid, fyrirlestur í háskólanum í boði laga-
og viðskiptadeildar um „Das Gesichtsbild Machiavellis". Pró-
fessorinn kom hingað á vegum Evrópuráðs.
Sumarið 1959 dvaldi prófessor, dr. phil. Niels Nielsen nokkra
hríð hér á landi sem gestur háskólans.
50 ára afmæli lagakennslu á Islandi.
Hinn 1. okt. 1958 voru liðin 50 ár frá því að lagaskólinn tók
til starfa. Þann dag komu kennarar lagadeildar og lögfræði-
stúdentar saman í háskólanum, og minntist forseti deildarinnar
afmælisins í ræðu. I tilefni afmælisins beitti deildin sér fyrir
því, að fjórir háskólafyrirlestrar voru fluttir um lögfræðileg
efni. Fyrirlesararnir voru: Prófessor O. A. Borum frá Kaup-
mannahafnarháskóla, er ræddi um samræmingu norrænnar