Árbók Háskóla Íslands - 01.02.1959, Qupperneq 92
90
XV. YFIRLIT UM STÖRF STÚDENTARÁÐS
1958—1959
Skýrsla formanns, Ólafs Egilssonar.
Skipan ráðsins.
Stúdentaráð var kjörið laugardaginn 18. október 1958, og voru
fjórir listar í framboði:
A-listi, borinn fram af Stúdentafélagi jafnaðarmanna, sem hlaut
59 atkvœöi og einn mann kjörinn.
B-listi, borinn fram af Félagi frjálslyndra stúdenta, sem hlaut 103
atkvœöi og einn mann kjörinn.
C-listi, borinn fram af Félagi róttækra stúdenta og Þjóðvarnarfélagi
stúdenta, sem hlaut 11/6 atkvœöi og tvo menn kjörna.
D-listi, borinn fram af „Vöku“, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta,
sem hlaut 29Jt atkvœöi og fimm menn kjörna.
Á kjörskrá voru 794 stúdentar og neyttu 616 atkvæðisréttar síns,
svo að kosningahluttaka var 77,6%. Auðir seðlar voru 13 og 1 ógildur.
Þeir 9 menn, sem sæti tóku í stúdentaráði, voru þessir:
Af A-lista: Bolli Þ. Gústavsson, stud. theol.
Af B-lista: Kristján Baldvinsson, stud. med.
Af C-lista: Finnur T. Hjörleifsson, stud. mag., og Guðmundur
Steinsson, stud. med.
Af D-lista: Ólafur Egilsson, stud. jur., Magnús L. Stefánsson, stud.
med., Þorvaldur Búason, stud. polyt., Benedikt Blöndal, stud. jur., og
Bernharður Guðmundsson, stud. theol.
Á fyrsta fundi ráðsins, sem haldinn var mánudaginn 27. október
1958, fór fram stjórnarkjör. í stjórn ráðsins áttu sæti þessir menn:
Ólafur Egilsson, formaður, Finnur T. Hjörleifsson, ritari, og Benedikt
Blöndal, gjaldkeri.
Magnús L. Stefánsson gegndi formennsku í ráðinu, meðan formaður
var staddur erlendis, sjá Utanríkismál.
Utanríkisritari var Hörður Sigurgestsson, stud. oecon.
Fundir.
Fundir stúdentaráðs á starfsárinu urðu yfir 50. Flest þeirra mála,
sem tekin voru til meðferðar í ráðinu, voru afgreidd í mestu ein-
drægni og gengu greiðlega fyrir sig.