Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 6
4
gengu í salinn. Þá söng blandaður kór undir stjórn dr. Páls
Isólfssonar þætti úr hátíðaljóðum Davíðs Stefánssonar, sem
ort voru í tilefni afmælishátíðar Háskólans 1961, við lög eftir
söngstjórann. Þá flutti rektor, prófessor Ármann Snœvarr,
ræðu þá, sem hér fer á eftir:
Herra forseti íslands, hæstvirtu ráðherrar, herra borgar-
stjóri, sendiherrar erlendra ríkja og aðrir kærkomnir gestir,
kæru samkennarar og stúdentar, kandídatar og doktorar.
Mér er ánægja að bjóða yður öll velkomin í dag í sam-
komuhús Háskólans til þessarar hátíðar, sem stofnað er til
hér í upphafi háskólaárs að venju til að fagna nýjum stúdent-
um og nýju háskólaári. Sérstaklega býð ég velkominn forseta
Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sem sýnt hefir Háskóla Is-
lands þá sæmd að vera viðstaddur háskólahátíð. Er ánægju-
legt að minnast þess hér, að nú í haust eru 50 ár liðin síðan
herra forsetinn skráðist í stúdentatölu Háskólans.
Háskólahátíð var haldin fyrsta sinni á þessum stað 7. októ-
ber s.l. í tengslum við afmælishátíð Háskólans. Sú hátíð var
með nokkru öðru sniði en vant er. Þessu sinni verður frem-
ur farin alfaraleið um hátíð þessa. Við slíkar hátíðir er gott
að gæta hefðbundinna sjónarmiða, en hins skyldi einnig
geyma, að þær verði ekki formbundnar um of. Hefir háskóla-
ráð nú breytt nokkuð út af því, sem tíðast hefir verið um
þessar samkomur. Hníga nýmæli að því að auka hlut stúd-
entanna sjálfra í hátíðinni.
Það er mikið fagnaðarefni, að vér getum haldið háskóla-
hátíð í þessum rúmgóðu og glæsilegu húsakynnum, sem rúm-
að geta háskólastúdenta og brautskráða kandídata auk ann-
arra góðra gesta.
I.
Undanfarin ár og áratugi hafa rektorar Háskólans í ræð-
um sínum á háskólahátíð minnzt á helztu atburði liðins árs.
Ég mun fylgja því fordæmi, enda er eðlilegt, að á þessum
vettvangi sé kynnt að nokkru starfsemi Háskólans. Hér er