Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 20
18
af skattskyldum tekjum, séu frádráttarhæfar við ákvörðun
skatts. Það er von mín, að þetta ákvæði muni stórlega stuðla
að gjöfum til Háskóla vors, en Háskólanum gæti orðið hinn
mesti styrkur að slíku svo sem títt er um háskóla víða er-
lendis.
Þegar horft er til Háskóla vors, er því ekki að leyna, að
mjög gætir vanefna hans og vanhaga, enda er Háskólinn
ungur og þjóðfélag vort fámennt. Oss vantar kennaralið í
flestum greinum. Oft er kennslusvið prófessors hér við Há-
skólann svipað og tveggja til þriggja á Norðurlöndum. Að-
staða til kennslu og rannsókna er fjarri þvi að vera góð og
aðbúnaður að háskólastúdentum þarf margvíslegra umbóta við.
Hér er mikil þörf á stórkostlegu átaki. Framar öðru þarf
markvíst og skipulegt uppbyggingarstarf, sem reist er á heild-
stæðum og traustum athugunum og tillögum kunnáttumanna.
Á Norðurlöndum öllum, í Vestur-Þýzkalandi, Bretlandi og
Hollandi hafa nýlega átt sér stað miklar kannanir í þessu
efni, og í flestum löndunum hafa verið samdar víðtækar fram-
kvæmdaráætlanir til 10 ára. Auk þess hafa alþjóðastofnanir
eins og OECD og UNESCO mjög látið sig slíka uppbyggingu
skipta. Þess konar skipulegar áætlanir vantar að því er varðar
Háskólann, en hin mesta nauðsyn er á því, að til slíkra fram-
kvæmdaáætlana sé efnt hið allra fyrsta. Til grundvallar slík-
um áætlunum ættu að liggja víðtækar athuganir á auknum
f jölda stúdenta, er vænta megi hér við skólann, t. d. næstu tvo
áratugina. Meta þarf grandgæfilega, hver þörf sé á háskóla-
menntuðum mönnum í einstökum háskólafræðum og stuðla
að því beint og þó einkum óbeint, að aðstreymi stúdenta bein-
ist að þeim fræðum, þar sem þörfin er talin mest eftir þjóð-
félagslegri virðingu. Hér á Norðurlöndum eru menn með stúd-
entsmenntun hlutfallslega flestir í Noregi, og þá í Svíþjóð og
Finnlandi, en island kemur í fjórða sæti. Ætla má, að hlut-
fallslega fleiri stúdentar ljúki kandídatsprófi í hinum norrænu
löndunum en hér, og skiptir í því sambandi miklu máli, að
enn er fágætara en góðu hófi gegnir, að kvenstúdentar ljúki
kandídatsprófi. Er mikil þörf á því, að slík efni sem þessi séu