Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 14
12
kvenfélags Háskólanum myndarlega peningagjöf, sem er fram-
lag til Háskólasjóðs Hins íslenzka kvenfélags, og er þessi sjóðs-
auki gefinn í minningu tveggja merkiskvenna íslenzkra, Ólafíu
Jóhannsdóttur og Þorbjargar Sveinsdóttur. Hið íslenzka kven-
félag var stofnað 1894, og var stofnun háskóla á íslandi eitt
af aðalbaráttumálum þess. 1 háskólamálinu munaði ávallt mik-
ið um eldlegan áhuga íslenzkra kvenna og glöggan skilning
þeirra á því nauðsynja- og metnaðarmáli, að stofnaður yrði
háskóli á íslandi. 1916 afhenti félagið Háskólanum Háskóla-
sjóð Hins íslenzka kvenfélags, sem alla tíð síðan hefir styrkt
íslenzkar konur til háskólanáms. Hafa 22 konur notið styrks
úr sjóðnum, flestar oftar en einu sinni, og hafa styrkveitingar
verið mikils virtar og komið sér vel. Ég vil leyfa mér að
benda á, að þessi sjóður tekur við gjöfum, og væri vel, ef
hann yrði styrktur til mikilla muna. Flyt ég forráðamönn-
um Hins íslenzka kvenfélags alúðarþökk fyrir framlag þeirra
og félaginu þakkir fyrir tryggðina við Háskólann.
Á afmælishátið Háskólans í okt. s.l. afhenti Bandalag há-
skólamanna Háskólanum hið vandaða og mikla rit, Vísindin
efla alla dáð, með tabula gratulatoria, þar sem á voru ritaðar
afmæliskveðjur 530 háskólamanna. Vakti þetta framtak banda-
lagsins mikla athygli, þ. á m. erlendra gesta Háskólans. 1 þessu
riti eru margar athyglisverðar ritgerðir, þar sem gerð er nokk-
ur úttekt á íslenzkri vísindastarfsemi og kennslu í háskóla-
fræðum hér á landi. Jafnframt er brotið upp á ýmsum hug-
myndum um frambúðarskipan kennslu svo og kennslu í há-
skólafræðum, sem ekki er fengizt við hér á landi. Nýlega
hefir stjórn Bandalags háskólamanna afhent Háskólanum
hagnað þann, sem nú þegar hefir orðið af riti þessu, og nem-
ur hann kr. 130.000,00. Er það ósk bandalagsins, að þessum
hagnaði sé varið til þess að bæta aðstöðu stúdenta til félags-
iðkana, t. d. til væntanlegs félagsheimilis stúdenta, eftir því
sem fulltrúaráð bandalagsins mælir siðar fyrir um. Ég flyt
Bandalagi háskólamanna alúðarþakkir fyrir þessa miklu vin-
semd og þá hugulsemi í garð Háskólans, sem íslenzkir kandí-