Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 31
29
Fulbright-stofnunirmi. Flutti hann fyrirlestra fyrir verkfræði-
stúdenta og verkfræðinga í sérgrein sinni, hafnargerð og
hafnarverkfræði.
Tillögur og áætlanir um fjölgun kennara við Háskólann
næsta áratuginn.
Hinn 18. júlí 1961 beindi háskólaráð því til deilda, að þær
gerðu ítarlegar og rökstuddar áætlanir og tillögur um þörf á
auknu kennaraliði næsta áratuginn, en háskólaráð fjallaði síð-
an um tillögurnar, áður en þeim yrði beint til menntamálaráð-
herra. Fullnaðartillögur bárust háskólaráði í janúar 1963.
Háskólaráð skipaði þriggja manna nefnd ásamt rektor til að
fjalla um tillögurnar, og áttu sæti í henni prófessorarnir
Davíð Davíðsson, Magnús Magnússon og dr. Matthías Jónas-
son (síðar dr. Hreinn Benediktsson í hans stað). Verður skýrt
frá niðurstöðum þessa máls í næstu árbók.
Háskólaritari.
Prófessor Pétur Sigurðsson háskólaritari fékk lausn frá
embætti sínu 1. jan. 1963, þó þannig að hann ynni einnig árið
1963 á skrifstofu Háskólans ásamt nýjum háskólaritara. Hinn
!• jan. 1963 var Jóhannes L. L. Helgason cand. jur. ráðinn
háskólaritari.
Norræn rektoraráðstefna.
Rektor sat ráðstefnu norrænna háskólarektora í Kaup-
rnannahöfn í september 1963. Voru þar rædd margvísleg mál-
afni, er varða samstarf norrænna háskóla, svo og þátttöku
norrænna háskóla í alþjóðlegu samstarfi um háskólamálefni.
Næsta ráðstefna verður haldin í Gautaborg væntanlega 1965.
Sunnudagsfyrirlestrar.
Prófessor, dr. Stefán Einarsson flutti hinn 10. marz 1963
sunnudagsfyrirlestur, er hann nefndi „Ónáttúra og afskræmi,