Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 115
113
SKIPULAGSSKRÁ
fyrir Háskólasjóð hins islenzka kvenfélags.
1. gr.
Hið íslenzka kvenfélag gefur hér með Háskóla íslands sjóð, sem
nemur 4000 krónum í bankavaxtabréfum Landsbankans og 143 kr.
64 a. í sparisjóðsbók, samtals 4143 kr. 64 a., með þeim skilmálum,
er hér segir:
2. gr.
Sjóðurinn heitir „Háskólasjóður hins íslenzka kvenfélags“.
3. gr.
Stjórn sjóðsins skipa þeir menn, er sitja í Háskólaráðinu á hverj-
um tíma sem er. Stjórnendur skipta með sér starfinu innbyrðis.
4. gr.
Sjóðinn skal ávaxta á jafntryggilegan hátt og fé ómyndugra.
5. gr.
Höfuðstólinn má aldrei skerða og ennfremur skal leggja fjórð-
ung vaxtanna við höfuðstólinn árlega.
6. gr.
Þeim hluta vaxtanna, sem ekki er lagður við höfuðstólinn, skal
varið til að styrkja efnilega kvenstúdenta til náms við Háskóla Is-
lands. Háskólaráðið ákveður hverjir stúdent.ar skuli verða styrksins
aðnjótandi. Engum stúdent má veita styrk úr sjóðnum, sem ekki
hefir notið kennslu við Háskóla íslands í tvö misseri.
Styrkurinn skal veittur einu sinni á ári.
7. gr.
Þegar ársvextir af sjóðnum eru orðnir 1000 krónur, má verja meiru
eða minna af þeim vöxtum, er úthluta má, til að styrkja efnilega
kvenkandídata frá Háskóla íslands til framhaldsnáms í útlöndum.
8. gr.
Leita skal staðfestingar forsetans á skipulagsskrá þessari, og fell-
ur þá úr gildi skipulagsskrá fyrir Háskólasjóð hins íslenzka kven-
félags, birt í Stjórnartiðindum 1916.
Staðfest af forseta íslands 13. des. 1962.