Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 28
26
Halldórsson til 22. nóv. og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson frá
þeim tíma til 28. des.
Forseti verkfræðideildar, prófessor, dr. Leifur Ásgeirsson
(frá 15/9 1961).
Forseti viðskiptadeildar, prófessor Árni Vilhjálmsson (frá
15/9 1962), ritari háskólaráðs.
Fulltrúi stúdenta í háskólaráði var stud. jur. Jón E. Ragn-
arsson.
Rektorskjör
fór fram 14. maí 1963. Prófessor Ármann Snævarr var end-
urkjörinn rektor frá 15. sept. 1963 til jafnlengdar 1966.
Háskólahátíð
var haldin 1. vetrardag að venju. Var í þetta skipti breytt
nokkuð frá hefðbundinni dagskrá. Tvöfaldur kvartett háskóla-
stúdenta söng nokkra stúdentasöngva, og einn nýstúdent flutti
stutt ávarp til Háskólans, er nýstúdentar höfðu gengið fyrir
rektor. Að því búnu sungu þeir stúdentasöng.
Embætti og kennarar.
Hinn 26. okt. 1962 var prófessor, dr. Einar Ól. Sveinsson
skipaður forstöðumaður Handritastofnunar íslands og jafn-
framt leystur undan prófessorsembætti í bókmenntum i heim-
spekideild. Forstöðumaður Handritastofnunar er einnig pró-
fessor í heimspekideild með takmarkaðri kennsluskyldu, sbr.
6. gr. laga nr. 36, 1962. Umsækjendur um embættið voru auk
dr. Einars Ól. Sveinssonar þeir dr. Jakob Benediktsson, orða-
bókarritstjóri, cand. mag. Jónas Kristjánsson skjalavörður og
cand. mag. Ólafur Halldórsson lektor. Dómnefnd skipuðu pró-
fessorarnir dr. Guðni Jónsson, formaður, tilnefndur af heim-
spekideild, dr. Halldór Halldórsson, er háskólaráð tilnefndi, og
dr. Sigurður Nordal, er menntamálaráðherra nefndi til.
Prófessorsembætti í bókmenntum var auglýst laust til um-
sóknar í nóvember 1962. Umsækjendur um embættið voru
þessir: Mag. art. Bjarni Einarsson, mag. art. Bjarni Guðnason