Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 44
42
8. örugg bókfærsla skal vera á öllum reikningum og fjár-
reiðum byggingar. Reikningar eru að jafnaði greiddir í
skrifstofu Happdrættis Háskólans, og fer bókun á reikn-
ingum þar einnig fram, en annan hátt má á hafa, ef
háskólaráð samþykkir.
9. Formaður byggingarnefndar er að jafnaði kosinn af há-
skólaráði. Nefndin velur sér ritara. Formaður kveður
nefndina á fundi svo oft sem þurfa þykir. Skal nefndin
í heild sinni fylgjast nákvæmlega með byggingarfram-
kvæmdum. Bóka skal gerðir nefndar í sérstaka gerðabók.
10. Byggingarnefnd starfar í náinni samvinnu við rektor og
háskólaráð. Allar meiriháttar tillögur í byggingarnefnd
og ákvarðanir skal bera undir rektor, er leitar samþykkis
háskólaráðs eftir því sem hann telur við eiga og skylt er,
þ. á m. um samþykki á meiri háttar útboðum og ráðningu
umsjónarmanns.
Leiguhúsnæði fyrir enskukennslu.
Heimild fékkst til að taka á leigu húsnæði í Tjarnargötu 44
fyrir enskukennslu, með því að skortur á kennslurými í aðal-
byggingu Háskólans torveldar mjög, að þessi kennsla sé þar
til húsa. 1 hinu nýja húsnæði er einnig lestrarsalur fyrir stú-
denta í þessum fræðum, og er þar geymdur bókakostur, er
þessum deildarhluta hefir áskotnazt, og bókasöfn brezku og
bandarísku sendikennaranna svo og kennslutæki.
Happdrætti Háskólans.
Stjórn þess var endurkjörin, og eiga í henni sæti háskóla-
rektor Ármann Snævarr, formaður, og prófessorarnir dr. Alex-
ander Jóhannesson og dr. Þórir Kr. Þórðarson.
Endurskoðendur voru endurkjörnir Atli Hauksson, löggiltur
endurskoðandi og próf. Björn Magnússon.
Háskólabíó.
1 stjórn þess voru kjörnir menntamálaráðherra, dr. Gylfi