Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 36
34
Orðabókarnefnd.
Háskólaráð kaus prófessor dr. Halldór Halldórsson í nefnd-
ina, að fenginni umsögn heimspekideildar.
Nýr starfsmaður að orðabók Háskólans.
1 skjóli hækkaðs framlags til orðabókar á fjárlögum fyrir
árið 1963 var veitt heimild til að ráða nýjan starfsmann, og
var ráðinn mag. art. Baldur Jónsson frá 1. júlí 1963 að telja.
Gjafir og sjóðir.
Minningarsjóður um háskólarektor, dr. Þorkel Jóhannesson.
Stofnaður hefir verið minningarsjóður við Háskólann um
háskólarektor, dr. Þorkel Jóhannesson, með framlögum vina
hans, samstarfsmanna og ýmissa stofnana, sem hann var tengd-
ur. Hlutverk sjóðsins verður að stuðla að rannsóknum og fyrir-
lestrahaldi um íslenzka sagnfræði, einkum síðari alda.
Minningarsjóður um Pál Melsteð stúdent.
Háskólanum hefir verið afhentur sjóður til minningar um
Pál Melsteð stúdent. Stofnendur sjóðsins voru á sínum tíma
Stefán Stephensen umboðsmaður á Akureyri (d. 1919) og
kona hans Anna Pálsdóttir Melsteð (d. 1922). Hlutverk sjóðs-
ins er að styrkja kandídata frá Háskóla Islands til framhalds-
náms.
Minningarsjóður dr. Rögnvalds Péturssonar.
Um sjóðinn vísast til Árbókar 1960—1961, bls. 21—22. Sjóð-
urinn hefir nú verið aukinn um 7500 Kanadadollara og 100000
íslenzkar krónur.
Gjöf Bandalags háskólamanna.
Bandalag háskólamanna afhenti Háskólanum hagnað þann,
sem þegar er orðinn af ritinu Vísindin efla alla dáð, sem helg-
að var Háskólanum fimmtugum. Nemur sú fjárhæð kr. 130.000,
og er það ósk bandalagsins, að fé þessu verði varið til að bæta