Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 33
31
Dr. Watson Kirkconnell, forseti Arcadiaháskóla, Nova Scotia,
flutti fyrirlestur 4. júlí 1963. Nefndist hann „Four Decades in
Icelandic Poetry in Canada“,
Prófessor Aksel Milthers, rektor landbúnaðarháskóla Dan-
merkur, flutti fyrirlestur 1. ágúst 1963, sem nefndist „Orga-
nisation af landbrugsvidenskabelig uddannelse".
Vísindamálaráðherra V.-Þýzkalands, hr. Lenz, flutti fyrir-
lestur í hátíðasal 4. sept. 1963, sem nefndist „Wissenschaft
und Politik".
Prófdómendur.
Skarphéðinn Pálmason menntaskólakennari og Guðmundur
Pálmason verkfræðingur voru skipaðir prófdómendur í verk-
fræðideild, hinn fyrri í stærðfræði og hinn síðari í aflfræði II,
vorið 1963. Sömuleiðis var dr. Guðmundur Sigvaldason skip-
aður prófdómandi í jarðfræði í sömu deild vorið 1963.
Guðjón Axelsson tannlæknir var skipaður prófdómandi í
tannsmíði og krónu- og brúargerð í tannlæknisfræði hinn 27.
maí 1963 til þriggja ára.
Þóknun til prófdómenda fyrir störf þeirra.
Háskólaráð samdi ítarlegar tillögur um þetta efni til mennta-
málaráðherra í maí 1963 á grundvelli tillagna, er prófessor-
arnir dr. Halldór Halldórsson og Þorbjörn Sigurgeirsson höfðu
gert að ósk háskólaráðs. Hlutu þær í megindráttum staðfest-
Jngu ráðuneytisins 27. mai s. á. Fara reglur þessar hér á eftir:
1. Fyrir prófdómendastörf við munnleg próf sé greiddur al-
mennur stundakennslutaxti, eins og hann er á hverjum tíma
fyrir kennslu í Háskólanum.
2. Háskólaráð skal að fengnum umsögnum deilda gera til-
lögur um þóknun fyrir störf við dæmingu ritgerða, og skal
sú þóknun miðast við áætlaðan tíma, sem fer til að lesa rit-
gerð og meta, og stundakennslutaxta. Skal þetta taka til allra
fitgerða, sem stúdentar semja á prófum í skólanum sjálfum.
3. Fyrir lestur og mat á heimaritgerðum stúdenta skal há-