Árbók Háskóla Íslands

Árgangur

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 22

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 22
20 til félagslegra iðkana. Hér skortir mjög félagslegar athuganir á aðstöðu háskólastúdenta, t. d. á því, hve margir þeirra séu í hjónabandi, og á öðrum fjölskylduaðstæðum þeirra, hvernig skipting stúdentanna sé eftir búsetu, úr hvaða þjóðfélagsstétt- um þeir komi, hvernig aðstaða þeirra sé til tekjuöflunar og hverjar tekjur þeirra séu o. s. frv. Slíkar athuganir og fleiri þess konar eru nauðsynlegar, er gera skal heildartillögur um stúdentaheimili, félagsheimili o. fl. Þær umbætur, er hér hefir verið vikið að, geta ekki kom- izt fram, nema húsrými Háskólans sé aukið til stórra muna, enda er það raunar svo nú, miðað við óbreytt starfssvið, að starfsemin verður ekki hamin í aðalbyggingu Háskólans. Er það mikið áhyggjuefni. Er brýn nauðsyn á að reisa á næst- unni hús, er rúmi nokkrar kennslustofur, vinnuherbergi kenn- ara, nokkrar rannsóknarstofnanir í hugvísindum auk semínar- stofa og sérlestrarherbergja fyrir stúdenta. Einnig er höfuð- þörf á að afla mjög aukins kennsluhúsrýmis í þágu lækna- deildar svo og að efla rannsóknaraðstöðu í deildinni. Meðal mestu nauðsynjamála er einnig bygging bókasafnshúss, og varðar miklu, að skriður komist á það sem fyrst. Um væntanlegar byggingar Háskólans þarf að koma við skipulegum framkvæmdaáætlunum. Áður en til húsbygginga kemur á lóðarsvæðum Háskólans, þarf að skipuleggja þau svæði, og er það eitt af mestu vandamálum, er háskólaráð hlýtur að fjalla um á næstunni. Jafnframt er ljóst, að bygg- ingarstarfsemi Háskólans þarf að skipuleggja í heild sinni betur en nú er gert, og helzt þyrfti að koma upp fastri bygg- ingaþjónustu með svipuðum hætti og í Þrándheimi og Björgvin. Ég mun ekki ræða gerr hugmyndir um framtíð Háskólans, en vil aðeins árétta, að mér virðist brýn þörf á því, að mark- víst og skipulega verði unnið að þessum þróunarmálum öllum — bæði vegna hagsmuna Háskólans og þjóðfélagsins. Vér þörfnumst ákveðinna stefnumarka eða stefnuskrár um eflingu Háskólans í framtíðinni, stefnuskrár, er mótist af raunsæi, forsjálni og stórhug. Hér að framan var vikið nokkuð að íslenzkri vísindastarf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Árbók Háskóla Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.