Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Síða 22
20
til félagslegra iðkana. Hér skortir mjög félagslegar athuganir
á aðstöðu háskólastúdenta, t. d. á því, hve margir þeirra séu
í hjónabandi, og á öðrum fjölskylduaðstæðum þeirra, hvernig
skipting stúdentanna sé eftir búsetu, úr hvaða þjóðfélagsstétt-
um þeir komi, hvernig aðstaða þeirra sé til tekjuöflunar og
hverjar tekjur þeirra séu o. s. frv. Slíkar athuganir og fleiri
þess konar eru nauðsynlegar, er gera skal heildartillögur um
stúdentaheimili, félagsheimili o. fl.
Þær umbætur, er hér hefir verið vikið að, geta ekki kom-
izt fram, nema húsrými Háskólans sé aukið til stórra muna,
enda er það raunar svo nú, miðað við óbreytt starfssvið, að
starfsemin verður ekki hamin í aðalbyggingu Háskólans. Er
það mikið áhyggjuefni. Er brýn nauðsyn á að reisa á næst-
unni hús, er rúmi nokkrar kennslustofur, vinnuherbergi kenn-
ara, nokkrar rannsóknarstofnanir í hugvísindum auk semínar-
stofa og sérlestrarherbergja fyrir stúdenta. Einnig er höfuð-
þörf á að afla mjög aukins kennsluhúsrýmis í þágu lækna-
deildar svo og að efla rannsóknaraðstöðu í deildinni. Meðal
mestu nauðsynjamála er einnig bygging bókasafnshúss, og
varðar miklu, að skriður komist á það sem fyrst.
Um væntanlegar byggingar Háskólans þarf að koma við
skipulegum framkvæmdaáætlunum. Áður en til húsbygginga
kemur á lóðarsvæðum Háskólans, þarf að skipuleggja þau
svæði, og er það eitt af mestu vandamálum, er háskólaráð
hlýtur að fjalla um á næstunni. Jafnframt er ljóst, að bygg-
ingarstarfsemi Háskólans þarf að skipuleggja í heild sinni
betur en nú er gert, og helzt þyrfti að koma upp fastri bygg-
ingaþjónustu með svipuðum hætti og í Þrándheimi og Björgvin.
Ég mun ekki ræða gerr hugmyndir um framtíð Háskólans,
en vil aðeins árétta, að mér virðist brýn þörf á því, að mark-
víst og skipulega verði unnið að þessum þróunarmálum öllum
— bæði vegna hagsmuna Háskólans og þjóðfélagsins. Vér
þörfnumst ákveðinna stefnumarka eða stefnuskrár um eflingu
Háskólans í framtíðinni, stefnuskrár, er mótist af raunsæi,
forsjálni og stórhug.
Hér að framan var vikið nokkuð að íslenzkri vísindastarf-