Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 13
11
sem unnið hefir hér á landi að þessum rannsóknum af atorku
og lagni. Er vonandi, að fleiri slíkar vísindarannsóknir séu i
vændum, þar sem til kemur styrkur frá erlendum visinda-
stofnunum og náin samvinna erlendra og íslenzkra vísinda-
manna.
Starfi umsjónarmanns Háskólans var ráðstafað svo s.l. ár,
að frú Elísabet Jónsdóttir var ráðin til að gegna því, en henni
var veitt starfið frá 1. okt. að telja, að undangenginni aug-
lýsingu, og voru umsækjendur 14. Býð ég hana velkomna til
starfs síns.
II.
Verður þá næst vikið að gjöfum, er Háskólanum hafa bor-
izt síðustu mánuðina.
Stofnaður hefir verið minningarsjóður við Háskólann um
háskólarektor, dr. Þorkel Jóhannesson, með framlögum vina
hans, samstarfsmanna og ýmissa stofnana, er hann var tengd-
ur. Verður hlutverk sjóðsins að stuðla að rannsóknum og fyr-
irlestrahaldi um íslenzka sagnfræði, einkum síðari alda. Metur
Háskólinn mikils, að þessi minningarsjóður hefir verið stofn-
aður um hinn mikilhæfa sagnfræðing og háskólarektor.
Þá hefir Háskólanum verið afhentur sjóður til minningar
um Pál Melsteð stúdent, en stofnendur sjóðsins voru á sínum
tíma Stefán Stephensen umboðsmaður á Akureyri (d. 1919)
og kona hans Anna Pálsdóttir Melsteð (d. 1922). Hlutverk
sjóðsins er að styrkja kandídata frá Háskóla Islands til fram-
haldsnáms erlendis.
1 október 1962 barst skólanum rausnarleg og mikils metin
bókagjöf frá dr. Alvar Nelson, prófessor í refsirétti við Há-
skólann í Lundi, og konu hans. Er það mikið safn bóka eink-
um í klassiskum fræðum, rómverskum og griskum, kirkjusögu,
málsögu og bókfræði, úr eigu föður prófessorsins, dr. Axels
Nelsons bókavarðar við háskólabókasafnið í Uppsölum. I gjöf
þessari eru nálægt 4500 bindi, og er þetta ein mesta bóka-
gjöf, er Háskólanum hefir borizt.
1 upphafi háskólaárs afhenti stjórnarnefnd Hins íslenzka