Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1963, Blaðsíða 9
7
hér hefir hann vakið talsvert mikinn áhuga á þeirri merku
tungu. Er það von Háskólans, að hingað muni fást annar vel
hæfur sendikennari í spænsku. Að lokum get ég þess, að danski
sendikennarinn Erik Sönderholm hefir hætt störfum eftir 7 ára
kennslu. Hann hefir leyst af hendi hér við skólann mikilvæg
störf af mikilli prýði, áhuga og vöndugleik, en danska er
meðal þeirra kennslugreina, sem einna flestir velja sér til
B.A.-prófa. Nýr danskur sendikennari er væntanlegur.
Á s. 1. vormisseri starfaði hér við verkfræðideild Háskól-
ans prófessor Arvid T. Lonseth frá Oregon-háskóla í Banda-
ríkjunum. Dvaldist hann hér á landi með styrk frá vísinda-
deild Atlantshafsbandalagsins. Prófessor Lonseth hélt nám-
skeið í stærðfræði og eðlisfræði fyrir verkfræðinga, eðlisfræð-
inga og verkfræðinema. Tókust þau námskeið mjög vel. Tel
ég dvöl og störf prófessors Lonseths merkisviðburð í starfi
Háskólans, m. a. fyrir þá sök, að hér var unnt að veita kandí-
dötum tækifæri á framhaldsmenntun. Það er eitt af hinum
brýnu verkefnum Háskólans að efna til slíkra námskeiða og
stofna að öðru leyti til fyrirlestra og semínara fyrir kandídata.
Má einnig í þessu sambandi minna á námskeið þau, er Eugene
N. Hanson forseti lagadeildar Northern University hélt hér
á landi fyrir lögfræðinga og laganema vormisserið 1960, en
hann dvaldist hér með styrk frá Fulbright-stofnuninni.
Frá 1. sept. 1961 að telja var prófessor Finnboga R. Þor-
valdssyni veitt lausn frá embætti samkvæmt ákvæðum laga
um aldurshámark opinberra starfsmanna. Prófessor Finnbogi
sýndi Háskólanum þá vinsemd að kenna hér s.l. ár, en lætur
nú að fullu af kennslu. Prófessor Finnbogi hefir verið kennari
óslitið frá því er kennsla hófst í verkfræði haustið 1940, en
prófessor var hann skipaður 1945, er verkfræðideildin hafði
verið lögfest. Prófessor Finnbogi var meðal frumkvöðla að
stofnun verkfræðideildar, og hefir hann alla stund látið sér
umhugað um störf hennar og gengi. Hann var forstöðumað-
ur kennslu í verkfræði fyrstu árin, er verkfræði var kennd
hér, og hefir gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í þágu skólans.
Flyt ég honum þakkir Háskólans fyrir mikilsverð störf hans,